Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 22:30 Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira