Þjóðin geti krafist þess að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 12:08 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu. Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira