Skiptar skoðanir á útspili Katrínar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. apríl 2024 22:36 María, Brynhildur, Sigurður og Guðjón höfðu sitt að segja um forsetaframboð forsætisráðherra og nýja ríkisstjórnarskipan. Vísir Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira