Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. apríl 2024 18:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, og félagsmálaráðherra. Hans bíður nú það verk að ræða framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04