Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2024 15:15 Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍSland í dag. Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. Fyrr í vikunni vann íslenska liðið 16 marka sigur á Lúxemborg ytra og var í kjörstöðu til að gulltryggja sig á Evrópumótið fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Gestirnir frá Færeyjum byrjuðu leikinn að krafti og Jana Mittún, leikstjórnandi Færeyinga, skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna. Það var lítið um markaskorun til að byrja með og þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður var staðan 6-4 fyrir gestina. Íslenska vörnin byrjaði að loka betur á miðjumenn og skyttur gestanna og hleyptu færeysku hornamönnunum inn í staðinn. Það virkaði vel og áttu Færeyingar fá svör í sóknarleiknum í seinni hluta fyrri hálfleiks. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, lokaði vel á færeysku hornamennina og skoruðu gestirnir aðeins tvö mörk í síðari helming fyrri hálfleiks. Ísland náði að snúa stöðunni sér í vil og skoraði liðið fjögur mörk í röð, staðan orðin 8-6 og útlitið var orðið mun bjartara. Elín Klara Þorkelsdóttir reyndist færeysku varnarmönnunum erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik og náði að opna vörn gestanna með góðum og snörpum árásum. Hún leiddi markaskorun íslenska liðsins í fyrri hálfleik og var komin með fimm mörk þegar fyrri hálfleik var liðinn. Þegar blásið var til hálfleiks leiddi íslenska liðið með fjórum mörkum, 12-8, og farseðillinn á lokamót EM í augsýn. Gestirnir þéttu vörnina í byrjun síðari hálfleiks og sóknarleikur Íslands var ekki eins beittur og í lok fyrri hálfleiks. Það var meiri baráttuandi gestunum og Jana Mittún hélt áfram að skora fyrir gestina líkt og í byrjun leiks. Þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan 17-14, Íslandi í vil, og íslensku stelpurnar aðeins búnar að skora fimm mörk á tæpum 20 mínútum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hélt uppteknum hætti í marki Íslands og kom í veg fyrir að gestirnir kæmust almennilega inn í leikinn. Vísir/Anton Brink Þær færeysku náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lok leiks og var meðbyr með gestunum um tíma. Tvö mörk í röð frá Díönu Dögg Magnúsdóttur undir lok leiks innsiglaði sigurinn og fjögurra marka sigur Íslands varð raunin. Elín Klara Þorkelsdóttir lék við hvern sinn fingur á Ásvöllum og endaði með tíu mörk í leiknum. Steinunn Björnsdóttir, sem kom inn í leikmannahópinn fyrir þennan leik, var næstmarkahæst með fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 17 skot í marki Íslands og var einn af betri leikmönnum vallarins. Íslensku stelpurnar fögnuðu vel og innilega fyrir framan stuðningsmenn í leikslok. Færeyska liðið þurfti ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leik var ljóst að þær komust einnig á lokamótið. Þær enduðu í þriðja sæti í riðlinum með fjögur stig og það dugði til. Evrópumótið í ár verður haldið í þremur löndum, Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Mótið hefst í lok nóvember og verður spennandi að fylgjast með stelpunum okkar á lokamóti EM í fyrsta sinn síðan 2012. Vísir/Anton Brink „Mjög spenntar að sýna hvað við getum“ Elín Jóna átti stórleik í íslenska markinu.Vísir/Anton Brink Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var einn af betri mönnum vallarins í dag í sigrinum á móti Færeyjum. Færeyingar skoruðu aðeins 20 mörk og varði Elín 17 skot í leiknum. „Mér líður rosa vel, við gerðum það sem við ætluðum að gera. Þetta er geðveikt, tvö stórmót í röð og það er eitthvað sem maður er stoltur af,“ sagði Elín eftir leikinn. Færeyingar komust aldrei almennilega inn í leikinn á ný eftir að leitt leikinn í byrjun og gekk leikplanið upp samkvæmt Elínu Jónu. „Vörnin var að standa sig vel og planið okkar gekk mjög vel, ef það var eitthvað sem fór úrskeiðis þá löguðum það í gegnum leikinn. Það virkaði allt mjög vel í dag.“ „Mögulega var lagt upp með því en við breyttum aðeins þegar leið á leikinn og við vorum að missa milli eitt og tvö. Þau voru að fá mörg víti og þá ákváðum við að breyta því einnig. Þetta gekk vel á endanum,“ sagði Elín Jóna þegar hún var spurð hvort það var lagt upp með að stöðva Jönu Mittún fyrir utan og þétta fyrir vörnina fyrir miðju og í stað hleypa hornamönnum inn. Samkvæmt Elínu er markmiðið skýrt á lokamótinu í nóvember. „Markmiðið er að komast áfram í milliriðilinn. Það er algjörlega markmiðið, mér finnst þetta mjög flott miðað við hvað það er langt síðan við höfum verið á EM og erum mjög spenntar að sýna hvað við getum,“ sagði Elín að lokum. „Það hentar mér vel að fá mikið pláss“ Elín Klara var markahæst allra.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik í dag og var markahæst íslenska liðsins með tíu mörk. „Mér líður ótrúlega vel, stúkan var æðisleg og fullt af fólki. Frábær tilfinning,“ sagði Elín stuttu eftir þegar farseðillinn á EM var tryggður. Flest mörk Elínar voru keimlík, hún vann færeysku varnarmennina maður á mann og kláraði færin af stuttu færi. „VIð lögðum upp með að sækja maður á mann og búa til mikið pláss, mér fannst það heppnast vel og það hentar mér vel að fá mikið pláss.“ Gestirnir sóttu aðeins í sig veðrið undir lokin og Elín viðurkennir að það hafi kannski smá stress gripið um sig. „Já kannski, við vorum ekki að spila eins vel varnarlega eins og við gerðum mestallan leikinn. Þær rifu sig aðeins í gang en við náðum að klára þetta.“ Elín Klara missti af síðasta HM en er staðráðin að mæta tvíefld til leiks í nóvember. „VIð mætum á fullu, það er engin pressa á okkur og gerum okkar besta. Þetta verður ótrúlega gaman, ég missti af síðasta móti þannig ég er extra spennt,“ sagði Elín Klara að endingu. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta
Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. Fyrr í vikunni vann íslenska liðið 16 marka sigur á Lúxemborg ytra og var í kjörstöðu til að gulltryggja sig á Evrópumótið fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Gestirnir frá Færeyjum byrjuðu leikinn að krafti og Jana Mittún, leikstjórnandi Færeyinga, skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna. Það var lítið um markaskorun til að byrja með og þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður var staðan 6-4 fyrir gestina. Íslenska vörnin byrjaði að loka betur á miðjumenn og skyttur gestanna og hleyptu færeysku hornamönnunum inn í staðinn. Það virkaði vel og áttu Færeyingar fá svör í sóknarleiknum í seinni hluta fyrri hálfleiks. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, lokaði vel á færeysku hornamennina og skoruðu gestirnir aðeins tvö mörk í síðari helming fyrri hálfleiks. Ísland náði að snúa stöðunni sér í vil og skoraði liðið fjögur mörk í röð, staðan orðin 8-6 og útlitið var orðið mun bjartara. Elín Klara Þorkelsdóttir reyndist færeysku varnarmönnunum erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik og náði að opna vörn gestanna með góðum og snörpum árásum. Hún leiddi markaskorun íslenska liðsins í fyrri hálfleik og var komin með fimm mörk þegar fyrri hálfleik var liðinn. Þegar blásið var til hálfleiks leiddi íslenska liðið með fjórum mörkum, 12-8, og farseðillinn á lokamót EM í augsýn. Gestirnir þéttu vörnina í byrjun síðari hálfleiks og sóknarleikur Íslands var ekki eins beittur og í lok fyrri hálfleiks. Það var meiri baráttuandi gestunum og Jana Mittún hélt áfram að skora fyrir gestina líkt og í byrjun leiks. Þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan 17-14, Íslandi í vil, og íslensku stelpurnar aðeins búnar að skora fimm mörk á tæpum 20 mínútum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hélt uppteknum hætti í marki Íslands og kom í veg fyrir að gestirnir kæmust almennilega inn í leikinn. Vísir/Anton Brink Þær færeysku náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lok leiks og var meðbyr með gestunum um tíma. Tvö mörk í röð frá Díönu Dögg Magnúsdóttur undir lok leiks innsiglaði sigurinn og fjögurra marka sigur Íslands varð raunin. Elín Klara Þorkelsdóttir lék við hvern sinn fingur á Ásvöllum og endaði með tíu mörk í leiknum. Steinunn Björnsdóttir, sem kom inn í leikmannahópinn fyrir þennan leik, var næstmarkahæst með fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 17 skot í marki Íslands og var einn af betri leikmönnum vallarins. Íslensku stelpurnar fögnuðu vel og innilega fyrir framan stuðningsmenn í leikslok. Færeyska liðið þurfti ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leik var ljóst að þær komust einnig á lokamótið. Þær enduðu í þriðja sæti í riðlinum með fjögur stig og það dugði til. Evrópumótið í ár verður haldið í þremur löndum, Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Mótið hefst í lok nóvember og verður spennandi að fylgjast með stelpunum okkar á lokamóti EM í fyrsta sinn síðan 2012. Vísir/Anton Brink „Mjög spenntar að sýna hvað við getum“ Elín Jóna átti stórleik í íslenska markinu.Vísir/Anton Brink Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var einn af betri mönnum vallarins í dag í sigrinum á móti Færeyjum. Færeyingar skoruðu aðeins 20 mörk og varði Elín 17 skot í leiknum. „Mér líður rosa vel, við gerðum það sem við ætluðum að gera. Þetta er geðveikt, tvö stórmót í röð og það er eitthvað sem maður er stoltur af,“ sagði Elín eftir leikinn. Færeyingar komust aldrei almennilega inn í leikinn á ný eftir að leitt leikinn í byrjun og gekk leikplanið upp samkvæmt Elínu Jónu. „Vörnin var að standa sig vel og planið okkar gekk mjög vel, ef það var eitthvað sem fór úrskeiðis þá löguðum það í gegnum leikinn. Það virkaði allt mjög vel í dag.“ „Mögulega var lagt upp með því en við breyttum aðeins þegar leið á leikinn og við vorum að missa milli eitt og tvö. Þau voru að fá mörg víti og þá ákváðum við að breyta því einnig. Þetta gekk vel á endanum,“ sagði Elín Jóna þegar hún var spurð hvort það var lagt upp með að stöðva Jönu Mittún fyrir utan og þétta fyrir vörnina fyrir miðju og í stað hleypa hornamönnum inn. Samkvæmt Elínu er markmiðið skýrt á lokamótinu í nóvember. „Markmiðið er að komast áfram í milliriðilinn. Það er algjörlega markmiðið, mér finnst þetta mjög flott miðað við hvað það er langt síðan við höfum verið á EM og erum mjög spenntar að sýna hvað við getum,“ sagði Elín að lokum. „Það hentar mér vel að fá mikið pláss“ Elín Klara var markahæst allra.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik í dag og var markahæst íslenska liðsins með tíu mörk. „Mér líður ótrúlega vel, stúkan var æðisleg og fullt af fólki. Frábær tilfinning,“ sagði Elín stuttu eftir þegar farseðillinn á EM var tryggður. Flest mörk Elínar voru keimlík, hún vann færeysku varnarmennina maður á mann og kláraði færin af stuttu færi. „VIð lögðum upp með að sækja maður á mann og búa til mikið pláss, mér fannst það heppnast vel og það hentar mér vel að fá mikið pláss.“ Gestirnir sóttu aðeins í sig veðrið undir lokin og Elín viðurkennir að það hafi kannski smá stress gripið um sig. „Já kannski, við vorum ekki að spila eins vel varnarlega eins og við gerðum mestallan leikinn. Þær rifu sig aðeins í gang en við náðum að klára þetta.“ Elín Klara missti af síðasta HM en er staðráðin að mæta tvíefld til leiks í nóvember. „VIð mætum á fullu, það er engin pressa á okkur og gerum okkar besta. Þetta verður ótrúlega gaman, ég missti af síðasta móti þannig ég er extra spennt,“ sagði Elín Klara að endingu.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti