Fjármálaráðherra segir „lágmarks kurteisi“ að taka fram þegar gullhúða á lög

Fjármála- og efnahagsráðherra sagði að það væri „lágmarks kurteisi“ að tekið væri fram í lagafrumvörpum þegar gengið væri lengra en EES-samningurinn kveði á um. Lagaprófessor sagði að það væri talsvert um að slíkt væri ekki haft upp á borðum. Það væri ólýðræðislegt gagnvart Alþingismönnum. Við þær aðstæður telji þeir að verið sé að innleiða reglur samkvæmt EES-samningum þegar svo sé ekki.
Tengdar fréttir

Fjármálaþjónusta og regluverk í 150 ár
SFF eru fylgjandi því að hér á landi starfi fjármálafyrirtækin undir alþjóðlega viðurkenndu regluverki sem stuðlar að heilbrigðu fjármálaumhverfi og byggir um leið undir traust á starfseminni. En það eru engin efnisleg rök fyrir því að við í okkar litla hagkerfi búum við þrengri og stífari reglur sem auka flækjustig og þannig frekari áhættu og kostnað við að veita landsmönnum trausta fjármálaþjónustu.