Aukum sparnaðinn með hækkandi sól Jóhanna Erla Birgisdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:31 Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar