Freyja nýr framkvæmdastjóri blaðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 10:58 Freyja Steingrímsdóttir hefur störf í maí. Anton Brink Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Hún tekur við starfinu af Hjálmari Jónssyni sem lét af störfum í janúar. Fram kemur á vef Blaðamannafélags Íslands að Freyja hefji störf í maí. Framkvæmdastjóri BÍ hafi umsjón með og beri ábyrgð á faglegu starfi á vettvangi félagsins, daglegum rekstri og áætlanagerð, sjái um stefnumótun í samráði við stjórn og komi fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við eigi og gæti hagsmuna þess. Stjórn BÍ hafi verið einróma í ákvörðun um ráðninguna. „Við erum stolt og ánægð að fá Freyju til liðs við okkur enda kemur hún inn með mikilvæga reynslu meðal annars af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga. Hún hefur stýrt stórum verkefnum fyrir BSRB og mun reynsla hennar og þekking af íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu nýtast vel. Auk þess hefur hún stýrt stórum málefna- og vitundarvakningarherferðum bæði innanlands og erlendis, nú síðast í tengslum við Kvennaverkfallið 2023 sem vakti heimsathygli. Við hlökkum til að starfa með henni að því að efla blaðamennsku og fjölmiðlun, standa vörð um hagsmuni stéttarinnar og efla faglegt starf innan félagsins,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður í tilkynningu. Freyja er stjórnmálafræðingur með reynslu af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga, samskiptum við fjölmiðla, stefnumótun, stjórnsýslu og ýmis konar málefnaherferðum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem samskiptastjóri BSRB, stærstu heildarsamtaka opinbers starfsfólks á Íslandi. Hún vann áður á Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar og fyrir það sem ráðgjafi hjá Indigo Strategies í Brussel þar sem hún stýrði meðal annars verkefnum fyrir regnhlífarsamtök evrópskra verkalýðshreyfinga og sinnti bæði stefnumótun og hagsmunabaráttu í þágu launafólks í Evrópu. Hún hefur einnig starfað hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópuþinginu. „Ég hlakka til að hlaupa af stað með þessari metnaðarfullu stjórn blaðamanna í þau spennandi verkefni sem framundan eru. Rétt eins og kemur fram í herferð BÍ hefur blaðamennska aldrei verið mikilvægari og ég mun leggja mig alla fram að efla slagkraft og gæta hagsmuna blaðamanna sem og annarra þeirra sem miðla upplýsingum til almennings í hvívetna,“ segir Freyja. Vistaskipti Fjölmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Fram kemur á vef Blaðamannafélags Íslands að Freyja hefji störf í maí. Framkvæmdastjóri BÍ hafi umsjón með og beri ábyrgð á faglegu starfi á vettvangi félagsins, daglegum rekstri og áætlanagerð, sjái um stefnumótun í samráði við stjórn og komi fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við eigi og gæti hagsmuna þess. Stjórn BÍ hafi verið einróma í ákvörðun um ráðninguna. „Við erum stolt og ánægð að fá Freyju til liðs við okkur enda kemur hún inn með mikilvæga reynslu meðal annars af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga. Hún hefur stýrt stórum verkefnum fyrir BSRB og mun reynsla hennar og þekking af íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu nýtast vel. Auk þess hefur hún stýrt stórum málefna- og vitundarvakningarherferðum bæði innanlands og erlendis, nú síðast í tengslum við Kvennaverkfallið 2023 sem vakti heimsathygli. Við hlökkum til að starfa með henni að því að efla blaðamennsku og fjölmiðlun, standa vörð um hagsmuni stéttarinnar og efla faglegt starf innan félagsins,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður í tilkynningu. Freyja er stjórnmálafræðingur með reynslu af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga, samskiptum við fjölmiðla, stefnumótun, stjórnsýslu og ýmis konar málefnaherferðum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem samskiptastjóri BSRB, stærstu heildarsamtaka opinbers starfsfólks á Íslandi. Hún vann áður á Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar og fyrir það sem ráðgjafi hjá Indigo Strategies í Brussel þar sem hún stýrði meðal annars verkefnum fyrir regnhlífarsamtök evrópskra verkalýðshreyfinga og sinnti bæði stefnumótun og hagsmunabaráttu í þágu launafólks í Evrópu. Hún hefur einnig starfað hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópuþinginu. „Ég hlakka til að hlaupa af stað með þessari metnaðarfullu stjórn blaðamanna í þau spennandi verkefni sem framundan eru. Rétt eins og kemur fram í herferð BÍ hefur blaðamennska aldrei verið mikilvægari og ég mun leggja mig alla fram að efla slagkraft og gæta hagsmuna blaðamanna sem og annarra þeirra sem miðla upplýsingum til almennings í hvívetna,“ segir Freyja.
Vistaskipti Fjölmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira