Freyja nýr framkvæmdastjóri blaðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 10:58 Freyja Steingrímsdóttir hefur störf í maí. Anton Brink Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Hún tekur við starfinu af Hjálmari Jónssyni sem lét af störfum í janúar. Fram kemur á vef Blaðamannafélags Íslands að Freyja hefji störf í maí. Framkvæmdastjóri BÍ hafi umsjón með og beri ábyrgð á faglegu starfi á vettvangi félagsins, daglegum rekstri og áætlanagerð, sjái um stefnumótun í samráði við stjórn og komi fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við eigi og gæti hagsmuna þess. Stjórn BÍ hafi verið einróma í ákvörðun um ráðninguna. „Við erum stolt og ánægð að fá Freyju til liðs við okkur enda kemur hún inn með mikilvæga reynslu meðal annars af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga. Hún hefur stýrt stórum verkefnum fyrir BSRB og mun reynsla hennar og þekking af íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu nýtast vel. Auk þess hefur hún stýrt stórum málefna- og vitundarvakningarherferðum bæði innanlands og erlendis, nú síðast í tengslum við Kvennaverkfallið 2023 sem vakti heimsathygli. Við hlökkum til að starfa með henni að því að efla blaðamennsku og fjölmiðlun, standa vörð um hagsmuni stéttarinnar og efla faglegt starf innan félagsins,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður í tilkynningu. Freyja er stjórnmálafræðingur með reynslu af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga, samskiptum við fjölmiðla, stefnumótun, stjórnsýslu og ýmis konar málefnaherferðum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem samskiptastjóri BSRB, stærstu heildarsamtaka opinbers starfsfólks á Íslandi. Hún vann áður á Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar og fyrir það sem ráðgjafi hjá Indigo Strategies í Brussel þar sem hún stýrði meðal annars verkefnum fyrir regnhlífarsamtök evrópskra verkalýðshreyfinga og sinnti bæði stefnumótun og hagsmunabaráttu í þágu launafólks í Evrópu. Hún hefur einnig starfað hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópuþinginu. „Ég hlakka til að hlaupa af stað með þessari metnaðarfullu stjórn blaðamanna í þau spennandi verkefni sem framundan eru. Rétt eins og kemur fram í herferð BÍ hefur blaðamennska aldrei verið mikilvægari og ég mun leggja mig alla fram að efla slagkraft og gæta hagsmuna blaðamanna sem og annarra þeirra sem miðla upplýsingum til almennings í hvívetna,“ segir Freyja. Vistaskipti Fjölmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Fram kemur á vef Blaðamannafélags Íslands að Freyja hefji störf í maí. Framkvæmdastjóri BÍ hafi umsjón með og beri ábyrgð á faglegu starfi á vettvangi félagsins, daglegum rekstri og áætlanagerð, sjái um stefnumótun í samráði við stjórn og komi fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við eigi og gæti hagsmuna þess. Stjórn BÍ hafi verið einróma í ákvörðun um ráðninguna. „Við erum stolt og ánægð að fá Freyju til liðs við okkur enda kemur hún inn með mikilvæga reynslu meðal annars af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga. Hún hefur stýrt stórum verkefnum fyrir BSRB og mun reynsla hennar og þekking af íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu nýtast vel. Auk þess hefur hún stýrt stórum málefna- og vitundarvakningarherferðum bæði innanlands og erlendis, nú síðast í tengslum við Kvennaverkfallið 2023 sem vakti heimsathygli. Við hlökkum til að starfa með henni að því að efla blaðamennsku og fjölmiðlun, standa vörð um hagsmuni stéttarinnar og efla faglegt starf innan félagsins,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður í tilkynningu. Freyja er stjórnmálafræðingur með reynslu af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga, samskiptum við fjölmiðla, stefnumótun, stjórnsýslu og ýmis konar málefnaherferðum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem samskiptastjóri BSRB, stærstu heildarsamtaka opinbers starfsfólks á Íslandi. Hún vann áður á Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar og fyrir það sem ráðgjafi hjá Indigo Strategies í Brussel þar sem hún stýrði meðal annars verkefnum fyrir regnhlífarsamtök evrópskra verkalýðshreyfinga og sinnti bæði stefnumótun og hagsmunabaráttu í þágu launafólks í Evrópu. Hún hefur einnig starfað hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópuþinginu. „Ég hlakka til að hlaupa af stað með þessari metnaðarfullu stjórn blaðamanna í þau spennandi verkefni sem framundan eru. Rétt eins og kemur fram í herferð BÍ hefur blaðamennska aldrei verið mikilvægari og ég mun leggja mig alla fram að efla slagkraft og gæta hagsmuna blaðamanna sem og annarra þeirra sem miðla upplýsingum til almennings í hvívetna,“ segir Freyja.
Vistaskipti Fjölmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira