Örsaga um ál og auðlindir Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 5. apríl 2024 10:30 Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu. Réttilega eru álframleiðslufyrirtækin á Íslandi stórir notendur raforku. Álframleiðsla er orkusækinn iðnaður þar sem hreinn málmur er unninn úr áloxíði. Að sama skapi er álið umhverfisvænn málmur að því leyti að hann er léttur og því kjörinn efniviður t.d. í bíla og flugvélar en léttari farartæki þurfa minni orku til að komast áfram. Álið er auð endurvinnanlegt með tiltölulega litlum tilkostnaði. Kolefnisspor af álvinnslu á Íslandi er það minnsta í heiminum. Það er fyrst og fremst vegna þess að orkan sem við notum til álframleiðslu er vistvæn. Landsvirkjun, eign þjóðarinnar skilaði methagnaði á síðasta ári. Það var meðal annars vegna kaupa álveranna á raforku. Álframleiðsla á Íslandi leggur til 2000 bein og óbein störf og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu tæpir 400 milljaðar á árinu 2022. Þá mætti ræða í löngu máli samfélagslegu áhrifin í tengslum við uppbygginu álveranna. Til að mynda væri austurland ekki sá sterki kjarni í ferðaþjónustu ef ekki væri fyrir þá uppbyggingu sem þar átti sér stað í tengslum við álverið á Reyðarfirði svo ekki sé talað um jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæðisuppbyggingu og styrki til samfélagsverkefna. Það er sama hvernig á það er litið. Útflutningstekjur þjóðarinnar byggja á auðlindum okkar. Hvort sem það er fiskurinn í sjónum, raforkan eða streymi ferðamanna um þjóðlendur Íslands, erum við að nýta auðlindir okkar til þess að skapa okkur tekjur en þær eru grunnur hagsældar okkar sem byggjum þetta land. Það er gott að búa á Íslandi af því hér eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heiminum. Um leið og heimsmarkaðsverð á áli getur sveiflast til getur ferðaþjónustan brostið t.d. vegna eldgosa eða farsótta. Fiskurinn í sjónum gæti líka tekið upp á því að færa sig á önnur mið, það er aldrei á vísan að róa. Þá er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun