Lögmaður Maríu Lilju segir engan fót fyrir ásökunum „lögmanns úti í bæ“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2024 12:17 Einar S. Hálfdánarson Hæstaréttarlögmaður hefur kært þær Semu Erlu Serdar og Maríu Lilju Þrastardóttur til lögreglu vegna söfnunar Solaris. Lögmaður Maríu Lilju Þrastardóttur, annarrar forystukonu söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa, segir ekkert til í þeim ásökunum sem bornar eru á hendur henni í kæru vegna söfnunarinnar. Kærandi er hæstaréttarlögmaður og faðir þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Sema Erla Serdar og María Lilja Þrastardóttir Kemp forystukonur söfnunarinnar hafa nú verið kærðar til lögreglu vegna söfnunarinnar. Fréttastofa hefur kæruna undir höndum. Þar eru María og Sema sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. „Það er enginn fótur fyrir þessu“ Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Maríu Lilju segir hana fyrst hafa frétt af kærunni í fjölmiðlum í morgun. Ekki hafi verið haft samband við hana formlega vegna málsins. Hann vísar þeim ásökunum sem fram koma í kærunni alfarið á bug. „Það er enginn fótur fyrir þessu. Eina hegningarlagabrotið sem hægt er að segja að eigi við í tengslum við þessa kæru, eins og þetta blasir við, er bara 148. grein hegningarlaga sem fjallar um það að það er refsivert að setja fram rangar kærur og fá saklaust fólk dæmt á grundvelli rangrar kæru. Það er það eina sem blasir við,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Er alveg hægt að fullyrða að þessi söfnun, eða meðferð á fjármunum þarna úti, hafi farið fram með algjörlega löglegum hætti? „Minn umbjóðandi fullyrðir að svo sé, að það sé ekkert athugavert við þetta. Enda er svosem ekkert sem fylgir þessari kæru, engin gögn, engar upplýsingar eða neitt. Þetta virðist vera einhver lögmaður úti í bæ sem kemur þessu máli ekkert við sem hefur ekki orðið svefnsamt út af þessari söfnun og ákveðið að bregðast við með því að leggja fram kæru til lögreglu.“ Hefur beint spjótum sínum að Semu Kærandi er Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Einar hefur verið iðinn við greinaskrif um málefni Palestínu og Ísraels, er stuðningsmaður Ísraelsmanna, og beindi meðal annars spjótum sínum að Semu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar undir yfirskriftinni „Getur Ísland tekið við sjúklingum frá Gasa?“. Einar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kæran hafi borist embættinu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu, þar sem málið er nú statt. Gunnar Ingi segir sinn umbjóðanda munu gefa skýrslu hjá lögreglu sé óskað eftir því. Svo reiknar hann með að málið verði fellt niður. „Svo hljóti minn umbjóðandi að skoða sína réttarstöðu gagnvart því að það sé verið að færa fram rangar sakargiftir á hendur henni, mjög alvarlegar.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Sema Erla Serdar og María Lilja Þrastardóttir Kemp forystukonur söfnunarinnar hafa nú verið kærðar til lögreglu vegna söfnunarinnar. Fréttastofa hefur kæruna undir höndum. Þar eru María og Sema sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. „Það er enginn fótur fyrir þessu“ Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Maríu Lilju segir hana fyrst hafa frétt af kærunni í fjölmiðlum í morgun. Ekki hafi verið haft samband við hana formlega vegna málsins. Hann vísar þeim ásökunum sem fram koma í kærunni alfarið á bug. „Það er enginn fótur fyrir þessu. Eina hegningarlagabrotið sem hægt er að segja að eigi við í tengslum við þessa kæru, eins og þetta blasir við, er bara 148. grein hegningarlaga sem fjallar um það að það er refsivert að setja fram rangar kærur og fá saklaust fólk dæmt á grundvelli rangrar kæru. Það er það eina sem blasir við,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Er alveg hægt að fullyrða að þessi söfnun, eða meðferð á fjármunum þarna úti, hafi farið fram með algjörlega löglegum hætti? „Minn umbjóðandi fullyrðir að svo sé, að það sé ekkert athugavert við þetta. Enda er svosem ekkert sem fylgir þessari kæru, engin gögn, engar upplýsingar eða neitt. Þetta virðist vera einhver lögmaður úti í bæ sem kemur þessu máli ekkert við sem hefur ekki orðið svefnsamt út af þessari söfnun og ákveðið að bregðast við með því að leggja fram kæru til lögreglu.“ Hefur beint spjótum sínum að Semu Kærandi er Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Einar hefur verið iðinn við greinaskrif um málefni Palestínu og Ísraels, er stuðningsmaður Ísraelsmanna, og beindi meðal annars spjótum sínum að Semu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar undir yfirskriftinni „Getur Ísland tekið við sjúklingum frá Gasa?“. Einar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kæran hafi borist embættinu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu, þar sem málið er nú statt. Gunnar Ingi segir sinn umbjóðanda munu gefa skýrslu hjá lögreglu sé óskað eftir því. Svo reiknar hann með að málið verði fellt niður. „Svo hljóti minn umbjóðandi að skoða sína réttarstöðu gagnvart því að það sé verið að færa fram rangar sakargiftir á hendur henni, mjög alvarlegar.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23
Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent