Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. apríl 2024 22:00 Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna út leiktíðina. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. „Við ætluðum að reyna að vinna þennan leik, það er svekkjandi að tapa. Við lögðum allt sem við áttum í þetta en það gekk bara ekki upp í kvöld. Aðeins of mikið af mistökum og Dani var aðeins of góð, því fór sem fór“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Þrátt fyrir tap í kvöld tekur hann margt jákvætt út úr leiknum, og tímabilinu öllu hjá nýliðum deildarinnar. „Jájá, þetta er bara búið að vera jákvætt heilt yfir í vetur. Þær voru bara sleipari á svellinu undir lokin í kvöld, við gerðum of mikið af mistökum til að geta unnið en margt mjög jákvætt að sjálfsögðu.“ Þjálfarinn sagðist fullur tilhlökkunar að leiða liðin inn í úrslitakeppni. Þar mætir Stjarnan Haukum. „Bara tilhlökkun, gaman fyrir þessar stelpur sem hafa bara spilað tvær seríur á ævinni, í fyrstu deildinni í fyrra. Nú fá þær að prófa sig á stóra sviðinu og okkur hlakkar mikið til.“ Miði er möguleiki og Stjarnan er á leið í úrslitakeppni, en Arnar telur Stjörnuna ekki eiga mikinn möguleika á Íslandsmeistaratitli í vor. „Titli? Nei. Ég held að Keflavík verði Íslandsmeistari. Ég held að þær séu langbestar, en við ætlum að reyna að komast eins langt og við getum. Byrja á því að komast áfram í aðra umferð. Ég held að þetta lið sé á þeirri vegferð en Íslandsmeistaratitill komi ekki á næstu mánuðum en vonandi í framtíðinni.“ Það var tilkynnt fyrir rúmri viku síðan að Arnar myndi láta af störfum hjá bæði karla- og kvennaliði Stjörnunnar að þessu tímabili loknu. Hann segir búið að finna eftirmann en vildi ekki ljóstra upp hver það væri. „Já [það er ákveðið], en það eru einhverjir aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég“ sagði Arnar óræður að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
„Við ætluðum að reyna að vinna þennan leik, það er svekkjandi að tapa. Við lögðum allt sem við áttum í þetta en það gekk bara ekki upp í kvöld. Aðeins of mikið af mistökum og Dani var aðeins of góð, því fór sem fór“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Þrátt fyrir tap í kvöld tekur hann margt jákvætt út úr leiknum, og tímabilinu öllu hjá nýliðum deildarinnar. „Jájá, þetta er bara búið að vera jákvætt heilt yfir í vetur. Þær voru bara sleipari á svellinu undir lokin í kvöld, við gerðum of mikið af mistökum til að geta unnið en margt mjög jákvætt að sjálfsögðu.“ Þjálfarinn sagðist fullur tilhlökkunar að leiða liðin inn í úrslitakeppni. Þar mætir Stjarnan Haukum. „Bara tilhlökkun, gaman fyrir þessar stelpur sem hafa bara spilað tvær seríur á ævinni, í fyrstu deildinni í fyrra. Nú fá þær að prófa sig á stóra sviðinu og okkur hlakkar mikið til.“ Miði er möguleiki og Stjarnan er á leið í úrslitakeppni, en Arnar telur Stjörnuna ekki eiga mikinn möguleika á Íslandsmeistaratitli í vor. „Titli? Nei. Ég held að Keflavík verði Íslandsmeistari. Ég held að þær séu langbestar, en við ætlum að reyna að komast eins langt og við getum. Byrja á því að komast áfram í aðra umferð. Ég held að þetta lið sé á þeirri vegferð en Íslandsmeistaratitill komi ekki á næstu mánuðum en vonandi í framtíðinni.“ Það var tilkynnt fyrir rúmri viku síðan að Arnar myndi láta af störfum hjá bæði karla- og kvennaliði Stjörnunnar að þessu tímabili loknu. Hann segir búið að finna eftirmann en vildi ekki ljóstra upp hver það væri. „Já [það er ákveðið], en það eru einhverjir aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég“ sagði Arnar óræður að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira