Sigurður Ingi frestar fundum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra fari svo að Katrín bjóði fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23