Þetta staðfestir Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður flokksins en fundarboð var sent út til þingmanna seinni partinn í gær.
Í gær greindi fréttastofa frá því að Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefði boðað þingflokkinn til fundar í dag til að ræða þá stöðu sem kæmi óhjákvæmilega upp ef forsætisráðherra gæfi kost á sér til embættis forseta Íslands. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa ræddi við í dag átti von á að fundurinn yrði eins konar „tilfinningahringur“ en það sagði hún meira í gríni en alvöru. Þingflokkur VG mun þá einnig funda í dag.
Þegar Ingibjörg var spurð hvort hún hefði ákveðið að boða til þingflokksfundar vegna máls Katrínar þá sagði hún að fundurinn væri til að taka púlsinn á fólkinu eftir páskafrí en að:
„Eðlilega verður staðan sem er uppi í dag – sem er nokkuð óljós – eitthvað rædd.“