Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 10:18 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað. Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað.
Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira