Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 10:18 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað. Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað.
Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira