Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 07:16 Rowling er þekktust fyrir að skrifa bækurnar um Harry Potter. Getty Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun. Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun.
Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira