Konunni er gefið að sök að hafa í september árið 2022 inni í bíl, sem var lagt fyrir utan ótilgreint hús, og síðan fyrir utan bílinn veist að hinni konunni og stungið hana í líkamann í fimm skipti.
Fyrir vikið hlaut brotaþolinn, hin konan, skurð á öxl, læri, upphandleggi, handarbaki og á baugfingri. Hún krefst þess að konan greiði sér tæplega 2,8 milljónir í skaða og miskabætur.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí, en Héraðssaksóknari höfðar málið gegn konunni og krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað.