EM-sætið undir í vikunni: „Erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á EM. EPA-EFE/Beate Oma Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss næsta vetur. Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Sjá meira
Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Sjá meira