Segir alla munu heita Sato árið 2531 að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 07:02 Sato, Suzuki, Takahashi, Tanaka, Ito, Watanabe, Yamamoto og Nakamura eru algengustu eftirnöfnin í Japan. epa/Franck Robichon Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531. Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Japan Mannanöfn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Japan Mannanöfn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira