Ræðum um gjaldmiðilinn Ingólfur Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 22:01 Sveigjanleiki íslensku krónunnar er að margra mati dýrmætur eiginleiki og gerir þennan minnsta gjaldmiðil veraldar að þjóðargersemi sem mikil nauðsyn er að varðveita. Með þessum töfrasprota sé unnt að bregðast við óværu eins og verðbólgu og hækka vexti endalaust þannig að fólk og fyrirtæki borgi ríflega fyrir þá ósvinnu að sækjast eftir lánum innan íslenska hagkerfisins. Að vísu er þessi dýrgripur þeirrar ónáttúru að leggja ekki kvaðirnar á alla landsmenn, aðeins þau fyrirtæki sem ekki hafa forðað sér í faðm stærri gjaldmiðla ásamt unga fólkinu sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Þarna eru þeir einstaklingar og fyrirtæki fundin sem verðskulda að taka á sig svipuhögg vaxtavandarins. Við hin skuldlausu sleppum og auðvitað þau 250 fyrirtæki sem hafa fengið leyfi til að færa allt sitt í evrum eða dollurum. Eiga því greiðan aðgang að lánum og rekstrarfé sem er margfalt hagstæðara en samræmd íslensk bankastarfsemi býður upp á þar sem samkeppni er ekki í hávegum höfð. Talsmenn þessara fyrirtækja, sem spanna nú rösklega 40% þjóðarbúskaparins, brosa bara góðlátlega þegar fyrirtækin, sem læst eru inni í íslenska krónukerfinu og kvarta sáran yfir að þurfa ásamt unga fólkinu að greiða stórupphæðir til að vinna á verðbólgunni. Mitt í þessum hrunadansi hljómar svo lofsöngurinn um þá dásemd sem krónan knýr fram með því að hækka stýrivexti fjórtán sinnum í röð á útvalda hópa. Margir hafa þó bent á að fáránlegt sé að kljúfa þjóðina með þessu háttalagi í andstæðar fylkingar. Vænlegra sé að fara að dæmi flestra nágrannaþjóða okkar og taka upp eða tengjast evrunni enda þótt þess konar tal sé af mörgum lagt að jöfnu við landráð. Eftir sem áður virðast augu margra loks vera farin að opnast fyrir því að ástæða sé til að staldra við, skoða málið og ræða æsingalaust kosti þess og galla að taka upp evruna. Mörgum til furðu virðist helsta hindrunin gegn vitrænni umræðu um gjaldmiðilinn koma frá þeim fyrirtækjum innan samtaka atvinnurekenda sem þegar hafa forðað sér úr krónuhagkerfinu. Hið mikla hreðjartak sem þar er beitt til að komast hjá umræðu um mál þetta er einhver undarlegasta ráðgáta síðari tíma og minnir á vinnubrögð rússneskra oligarka þar sem umræða og lýðræðisleg niðurstaða er talið úrelt þing. Nýlega eru virtir verkalýðsforingjar þó farnir að ræða opinskátt um að hugsanlega geti upptaka evru leitt af sér stöðugra fjármálaumhverfi í okkar góða landi og tryggt umbjóðendum þeirra mun betri kjör til lengri tíma litið. Með nýjum langtímakjarsamningi sé jafnvel lag til að skoða málið. Þegar slíkur þanki er farinn að svífa yfir vötnum er eðlilegt að huga að því hvað allar þessar ágætu viðskipta- og hagfræðadeildir háskólanna okkar geta lagt af mörkum. Annars vegar með því að afla traustra upplýsinga um helstu staðreyndir málsins, skera þannig til meinsins og opinbera grunnupplýsingar fyrir okkur sem byggjum þetta samfélag. Hins vegar að efna til vandaðra og málefnalegra umræðna um þær niðurstöður og hvaða ályktanir megi af þeim draga. Þá geta landsmenn betur áttað sig á því hvort krónan okkar sé í raun: Bjargvættur, orsök óstöðugleika eða bara hitamælir sem engu skiptir eins og ein kenningin hljómar. Alltént er betra að þekkja helstu staðreyndir, skiptast á skoðunum um þær og hætta að hrópa slagorð upp úr skotgröfum. Við lok málefnalegrar umræðu ætti að vera raunhæft að skapa hér stöðugra efnahagsumhverfi í framtíðinni allri þjóðinni til farsældar. En umfram allt: Ræðum þetta mikilvæga málefni af yfirvegun og réttsýni. Þessi hallærislega þöggun er ekki sæmandi menntaðri og upplýstri þjóð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Ingólfur Sverrisson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Sveigjanleiki íslensku krónunnar er að margra mati dýrmætur eiginleiki og gerir þennan minnsta gjaldmiðil veraldar að þjóðargersemi sem mikil nauðsyn er að varðveita. Með þessum töfrasprota sé unnt að bregðast við óværu eins og verðbólgu og hækka vexti endalaust þannig að fólk og fyrirtæki borgi ríflega fyrir þá ósvinnu að sækjast eftir lánum innan íslenska hagkerfisins. Að vísu er þessi dýrgripur þeirrar ónáttúru að leggja ekki kvaðirnar á alla landsmenn, aðeins þau fyrirtæki sem ekki hafa forðað sér í faðm stærri gjaldmiðla ásamt unga fólkinu sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Þarna eru þeir einstaklingar og fyrirtæki fundin sem verðskulda að taka á sig svipuhögg vaxtavandarins. Við hin skuldlausu sleppum og auðvitað þau 250 fyrirtæki sem hafa fengið leyfi til að færa allt sitt í evrum eða dollurum. Eiga því greiðan aðgang að lánum og rekstrarfé sem er margfalt hagstæðara en samræmd íslensk bankastarfsemi býður upp á þar sem samkeppni er ekki í hávegum höfð. Talsmenn þessara fyrirtækja, sem spanna nú rösklega 40% þjóðarbúskaparins, brosa bara góðlátlega þegar fyrirtækin, sem læst eru inni í íslenska krónukerfinu og kvarta sáran yfir að þurfa ásamt unga fólkinu að greiða stórupphæðir til að vinna á verðbólgunni. Mitt í þessum hrunadansi hljómar svo lofsöngurinn um þá dásemd sem krónan knýr fram með því að hækka stýrivexti fjórtán sinnum í röð á útvalda hópa. Margir hafa þó bent á að fáránlegt sé að kljúfa þjóðina með þessu háttalagi í andstæðar fylkingar. Vænlegra sé að fara að dæmi flestra nágrannaþjóða okkar og taka upp eða tengjast evrunni enda þótt þess konar tal sé af mörgum lagt að jöfnu við landráð. Eftir sem áður virðast augu margra loks vera farin að opnast fyrir því að ástæða sé til að staldra við, skoða málið og ræða æsingalaust kosti þess og galla að taka upp evruna. Mörgum til furðu virðist helsta hindrunin gegn vitrænni umræðu um gjaldmiðilinn koma frá þeim fyrirtækjum innan samtaka atvinnurekenda sem þegar hafa forðað sér úr krónuhagkerfinu. Hið mikla hreðjartak sem þar er beitt til að komast hjá umræðu um mál þetta er einhver undarlegasta ráðgáta síðari tíma og minnir á vinnubrögð rússneskra oligarka þar sem umræða og lýðræðisleg niðurstaða er talið úrelt þing. Nýlega eru virtir verkalýðsforingjar þó farnir að ræða opinskátt um að hugsanlega geti upptaka evru leitt af sér stöðugra fjármálaumhverfi í okkar góða landi og tryggt umbjóðendum þeirra mun betri kjör til lengri tíma litið. Með nýjum langtímakjarsamningi sé jafnvel lag til að skoða málið. Þegar slíkur þanki er farinn að svífa yfir vötnum er eðlilegt að huga að því hvað allar þessar ágætu viðskipta- og hagfræðadeildir háskólanna okkar geta lagt af mörkum. Annars vegar með því að afla traustra upplýsinga um helstu staðreyndir málsins, skera þannig til meinsins og opinbera grunnupplýsingar fyrir okkur sem byggjum þetta samfélag. Hins vegar að efna til vandaðra og málefnalegra umræðna um þær niðurstöður og hvaða ályktanir megi af þeim draga. Þá geta landsmenn betur áttað sig á því hvort krónan okkar sé í raun: Bjargvættur, orsök óstöðugleika eða bara hitamælir sem engu skiptir eins og ein kenningin hljómar. Alltént er betra að þekkja helstu staðreyndir, skiptast á skoðunum um þær og hætta að hrópa slagorð upp úr skotgröfum. Við lok málefnalegrar umræðu ætti að vera raunhæft að skapa hér stöðugra efnahagsumhverfi í framtíðinni allri þjóðinni til farsældar. En umfram allt: Ræðum þetta mikilvæga málefni af yfirvegun og réttsýni. Þessi hallærislega þöggun er ekki sæmandi menntaðri og upplýstri þjóð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar