Ræðum um gjaldmiðilinn Ingólfur Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 22:01 Sveigjanleiki íslensku krónunnar er að margra mati dýrmætur eiginleiki og gerir þennan minnsta gjaldmiðil veraldar að þjóðargersemi sem mikil nauðsyn er að varðveita. Með þessum töfrasprota sé unnt að bregðast við óværu eins og verðbólgu og hækka vexti endalaust þannig að fólk og fyrirtæki borgi ríflega fyrir þá ósvinnu að sækjast eftir lánum innan íslenska hagkerfisins. Að vísu er þessi dýrgripur þeirrar ónáttúru að leggja ekki kvaðirnar á alla landsmenn, aðeins þau fyrirtæki sem ekki hafa forðað sér í faðm stærri gjaldmiðla ásamt unga fólkinu sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Þarna eru þeir einstaklingar og fyrirtæki fundin sem verðskulda að taka á sig svipuhögg vaxtavandarins. Við hin skuldlausu sleppum og auðvitað þau 250 fyrirtæki sem hafa fengið leyfi til að færa allt sitt í evrum eða dollurum. Eiga því greiðan aðgang að lánum og rekstrarfé sem er margfalt hagstæðara en samræmd íslensk bankastarfsemi býður upp á þar sem samkeppni er ekki í hávegum höfð. Talsmenn þessara fyrirtækja, sem spanna nú rösklega 40% þjóðarbúskaparins, brosa bara góðlátlega þegar fyrirtækin, sem læst eru inni í íslenska krónukerfinu og kvarta sáran yfir að þurfa ásamt unga fólkinu að greiða stórupphæðir til að vinna á verðbólgunni. Mitt í þessum hrunadansi hljómar svo lofsöngurinn um þá dásemd sem krónan knýr fram með því að hækka stýrivexti fjórtán sinnum í röð á útvalda hópa. Margir hafa þó bent á að fáránlegt sé að kljúfa þjóðina með þessu háttalagi í andstæðar fylkingar. Vænlegra sé að fara að dæmi flestra nágrannaþjóða okkar og taka upp eða tengjast evrunni enda þótt þess konar tal sé af mörgum lagt að jöfnu við landráð. Eftir sem áður virðast augu margra loks vera farin að opnast fyrir því að ástæða sé til að staldra við, skoða málið og ræða æsingalaust kosti þess og galla að taka upp evruna. Mörgum til furðu virðist helsta hindrunin gegn vitrænni umræðu um gjaldmiðilinn koma frá þeim fyrirtækjum innan samtaka atvinnurekenda sem þegar hafa forðað sér úr krónuhagkerfinu. Hið mikla hreðjartak sem þar er beitt til að komast hjá umræðu um mál þetta er einhver undarlegasta ráðgáta síðari tíma og minnir á vinnubrögð rússneskra oligarka þar sem umræða og lýðræðisleg niðurstaða er talið úrelt þing. Nýlega eru virtir verkalýðsforingjar þó farnir að ræða opinskátt um að hugsanlega geti upptaka evru leitt af sér stöðugra fjármálaumhverfi í okkar góða landi og tryggt umbjóðendum þeirra mun betri kjör til lengri tíma litið. Með nýjum langtímakjarsamningi sé jafnvel lag til að skoða málið. Þegar slíkur þanki er farinn að svífa yfir vötnum er eðlilegt að huga að því hvað allar þessar ágætu viðskipta- og hagfræðadeildir háskólanna okkar geta lagt af mörkum. Annars vegar með því að afla traustra upplýsinga um helstu staðreyndir málsins, skera þannig til meinsins og opinbera grunnupplýsingar fyrir okkur sem byggjum þetta samfélag. Hins vegar að efna til vandaðra og málefnalegra umræðna um þær niðurstöður og hvaða ályktanir megi af þeim draga. Þá geta landsmenn betur áttað sig á því hvort krónan okkar sé í raun: Bjargvættur, orsök óstöðugleika eða bara hitamælir sem engu skiptir eins og ein kenningin hljómar. Alltént er betra að þekkja helstu staðreyndir, skiptast á skoðunum um þær og hætta að hrópa slagorð upp úr skotgröfum. Við lok málefnalegrar umræðu ætti að vera raunhæft að skapa hér stöðugra efnahagsumhverfi í framtíðinni allri þjóðinni til farsældar. En umfram allt: Ræðum þetta mikilvæga málefni af yfirvegun og réttsýni. Þessi hallærislega þöggun er ekki sæmandi menntaðri og upplýstri þjóð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sveigjanleiki íslensku krónunnar er að margra mati dýrmætur eiginleiki og gerir þennan minnsta gjaldmiðil veraldar að þjóðargersemi sem mikil nauðsyn er að varðveita. Með þessum töfrasprota sé unnt að bregðast við óværu eins og verðbólgu og hækka vexti endalaust þannig að fólk og fyrirtæki borgi ríflega fyrir þá ósvinnu að sækjast eftir lánum innan íslenska hagkerfisins. Að vísu er þessi dýrgripur þeirrar ónáttúru að leggja ekki kvaðirnar á alla landsmenn, aðeins þau fyrirtæki sem ekki hafa forðað sér í faðm stærri gjaldmiðla ásamt unga fólkinu sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Þarna eru þeir einstaklingar og fyrirtæki fundin sem verðskulda að taka á sig svipuhögg vaxtavandarins. Við hin skuldlausu sleppum og auðvitað þau 250 fyrirtæki sem hafa fengið leyfi til að færa allt sitt í evrum eða dollurum. Eiga því greiðan aðgang að lánum og rekstrarfé sem er margfalt hagstæðara en samræmd íslensk bankastarfsemi býður upp á þar sem samkeppni er ekki í hávegum höfð. Talsmenn þessara fyrirtækja, sem spanna nú rösklega 40% þjóðarbúskaparins, brosa bara góðlátlega þegar fyrirtækin, sem læst eru inni í íslenska krónukerfinu og kvarta sáran yfir að þurfa ásamt unga fólkinu að greiða stórupphæðir til að vinna á verðbólgunni. Mitt í þessum hrunadansi hljómar svo lofsöngurinn um þá dásemd sem krónan knýr fram með því að hækka stýrivexti fjórtán sinnum í röð á útvalda hópa. Margir hafa þó bent á að fáránlegt sé að kljúfa þjóðina með þessu háttalagi í andstæðar fylkingar. Vænlegra sé að fara að dæmi flestra nágrannaþjóða okkar og taka upp eða tengjast evrunni enda þótt þess konar tal sé af mörgum lagt að jöfnu við landráð. Eftir sem áður virðast augu margra loks vera farin að opnast fyrir því að ástæða sé til að staldra við, skoða málið og ræða æsingalaust kosti þess og galla að taka upp evruna. Mörgum til furðu virðist helsta hindrunin gegn vitrænni umræðu um gjaldmiðilinn koma frá þeim fyrirtækjum innan samtaka atvinnurekenda sem þegar hafa forðað sér úr krónuhagkerfinu. Hið mikla hreðjartak sem þar er beitt til að komast hjá umræðu um mál þetta er einhver undarlegasta ráðgáta síðari tíma og minnir á vinnubrögð rússneskra oligarka þar sem umræða og lýðræðisleg niðurstaða er talið úrelt þing. Nýlega eru virtir verkalýðsforingjar þó farnir að ræða opinskátt um að hugsanlega geti upptaka evru leitt af sér stöðugra fjármálaumhverfi í okkar góða landi og tryggt umbjóðendum þeirra mun betri kjör til lengri tíma litið. Með nýjum langtímakjarsamningi sé jafnvel lag til að skoða málið. Þegar slíkur þanki er farinn að svífa yfir vötnum er eðlilegt að huga að því hvað allar þessar ágætu viðskipta- og hagfræðadeildir háskólanna okkar geta lagt af mörkum. Annars vegar með því að afla traustra upplýsinga um helstu staðreyndir málsins, skera þannig til meinsins og opinbera grunnupplýsingar fyrir okkur sem byggjum þetta samfélag. Hins vegar að efna til vandaðra og málefnalegra umræðna um þær niðurstöður og hvaða ályktanir megi af þeim draga. Þá geta landsmenn betur áttað sig á því hvort krónan okkar sé í raun: Bjargvættur, orsök óstöðugleika eða bara hitamælir sem engu skiptir eins og ein kenningin hljómar. Alltént er betra að þekkja helstu staðreyndir, skiptast á skoðunum um þær og hætta að hrópa slagorð upp úr skotgröfum. Við lok málefnalegrar umræðu ætti að vera raunhæft að skapa hér stöðugra efnahagsumhverfi í framtíðinni allri þjóðinni til farsældar. En umfram allt: Ræðum þetta mikilvæga málefni af yfirvegun og réttsýni. Þessi hallærislega þöggun er ekki sæmandi menntaðri og upplýstri þjóð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun