Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 12:14 Toyota er mest selda bílategundin það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira