„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 18:55 Steinunn Ólína ætlar að bíða eftir ákvörðun Katrínar um framboð til forseta. Bjóði Katrín sig fram, ætlar Steinunn að gera það líka. Vísir/Vilhelm/Arnar Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30
Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30