„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. mars 2024 13:59 Fjöldi bygginga í Grindavík hafa skemmst í jarðhræringunum síðustu mánuði. vísir/vilhelm Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44