„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. mars 2024 13:59 Fjöldi bygginga í Grindavík hafa skemmst í jarðhræringunum síðustu mánuði. vísir/vilhelm Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44