Táknmyndir páskanna og náttúruvernd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. mars 2024 22:00 Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Páskar Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun