Mikil aðsókn í neyðarskýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 12:30 Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli fyrir heimilislausa síðustu daga. Þá hafa margir dvalið þar í vetur. Vísir/Arnar Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga að sögn sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausra renni út nú um mánaðamótin og þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira