Mikil aðsókn í neyðarskýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 12:30 Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli fyrir heimilislausa síðustu daga. Þá hafa margir dvalið þar í vetur. Vísir/Arnar Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga að sögn sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausra renni út nú um mánaðamótin og þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira