Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leikmenn Vals Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 11:30 Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals Vísir/Arnar Halldórsson Karlalið Vals í handbolta er nú einu skrefi frá undanúrslitum Evrópubikarsins. Karla- og kvennalið félagsins hafa gert sig gildandi í Evrópukeppnum undanfarin tímabil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leikmaður Vals skuldbindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð í Evrópu. Formaður handknattleiksdeildar félagsins vill meiri pening inn í íþróttahreyfinguna til að létta undir með félögunum og leikmönnum þeirra. Valur mætir Steaua Búkarest í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta á laugardaginn kemur í N1 höllinni að Hlíðarenda. Valur heldur inn í leikinn í eins marks forystu og er einu skrefi frá undanúrslitum keppninnar. Valur hefur verið duglegt við að senda lið sín til leiks í Evrópukeppnum undanfarin tímabil. Eitthvað sem ýtir undir hróður íslensk handbolta á alþjóðavísu en fylgir á sama tíma mikill kostnaður. „Það er búið að ganga rosalega vel undanfarin ár. Ekki bara innan vallar heldur einnig utan vallar,“ segir Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. „Þá meina ég það á þá leið að það er búið að ganga rosalega vel að fá mikið af sjálfboðaliðum til þess að vinna við að hjálpa deildinni. Það er rosaleg vinna sem fer af stað í kringum svona, svo við tökum sem dæmi þátttöku í Evrópukeppni. Burtséð frá almennri keppni í deild og bikar þá bætast þessar Evrópukeppnir ofan á. Við hjá handknattleiksdeild Vals höfum alltaf haft það markmið hjá val að fara alltaf alla leið, eins langt og við getum. Þá er ég að tala um að taka hátt á eins háu gæðastigi og mögulegt er, sem okkur er boðið að taka þátt í.“ Valur býr að þéttum hópi stuðningsmanna og sjálfboðaliðaVísir/Hulda Margrét Margra milljóna kostnaður við hverja umferð Komandi leikur Vals gegn Steua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarsins er tuttugast og annar Evrópuleikur karlaliðs félagsins á undanförnum tveimur tímabilum. „Svo hefur kvennalið okkar einnig verið að taka þátt í Evrópuleikjum og því hafa lið Vals tekið þátt í þrjátíu og tveimur Evrópuleikjum undanfarin tvö tímabil og við erum ekki búin. Meðalkostnaður við að taka þátt í einni umferð í Evrópukeppni er svona fjórar og hálf til fimm milljónir króna. Það sem að almenningur áttar sig kannski ekki alltaf á er að þegar að handboltalið frá Íslandi eru að taka þátt í þessum keppnum, þá eru það leikmenn sem standa kostnaðinn af þessu. Hjá okkur hér í Val, þar sem að margir halda að sé rosa mikið af peningum til, er þessi Evrópukeppni tekin út fyrir almennan rekstur deildarinnar. Auðvitað veitum við allan stuðning og sinnum þessu eins vel og við getum en leikmenn taka á sig skuldbindinguna. Sem þýðir að fyrir hverja umferð sem Valur kemst áfram í Evrópukeppni er hver og einn einasti leikmaður liðsins að skuldbinda sig við um tvöhundruð og fimmtíu þúsund til þrjúhundruð þúsund króna kostnað til þess að taka þátt í þessu.“ Frá leik Vals á yfirstandandi tímabiliVísir/Hulda Margrét Svo fer öll vinnan af stað í kringum þetta við að safna pening upp í þennan kostnað.“ Happdrættismiðar, sala á alls konar varning, fjáraflanir eins og þekkjast og hafa tíðkast hjá íslenskum íþróttafélögum í áranna rás. Þó kannski einna helst í yngri flokkum. „Það er því heljarinnar vinna í kringum þetta, bæði hjá leikmönnum og öllum þeim er standa að starfi deildarinnar. Fyrir utan handboltann sjálfan.“ Styrkir ná aðeins upp í brotabrot af kostnaði „Við fáum styrki frá borginni en þetta eru ekki háir styrkir. Þetta rétt nær upp í brota brot af þeim kostnaði sem við þurfum að standa straum af með þátttöku í Evrópukeppni. Auðvitað erum við líka að stíla inn á að fá sem flesta áhorfendur á leiki hjá okkur. Það hjálpar okkur, sem og sala á varningi og veitingum á leikjum. Þetta reynir fullt á. Er erfitt og okkur vantar meiri pening frá ríki og borg inn í íþróttahreyfinguna því þetta er ekki bara handbolti. Þetta er ekki bara Evrópukeppni. Við megum ekki gleyma því að íþróttir eru ein stærsta forvörnin sem við erum að sinna í dag. Það er svo margt sem fylgir þessu. Áhugi krakkana á að æfa íþróttir, áhugi annarra á að taka þátt í starfinu. Þetta er því bara miklu stærra en bara handbolti og einhver Evrópukeppni. Okkur vantar meiri pening inn í íþróttahreyfinguna. Ég held að við flest sem erum að vinna í íþróttahreyfingunni höfum oft tönglast á þessu. Við erum þakklát fyrir það sem við þó fáum. En erum svo alltaf að berjast fyrir því að fá meira. Þau sem ég er að biðla til að setja meiri pening í íþróttahreyfinguna eru líka að gera vel. Eru að berjast fyrir okkur. Það vilja það allir en við þurfum að finna leiðina að því að gera betur. Það eru margar hendur sem koma að því.“ Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Valur mætir Steaua Búkarest í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta á laugardaginn kemur í N1 höllinni að Hlíðarenda. Valur heldur inn í leikinn í eins marks forystu og er einu skrefi frá undanúrslitum keppninnar. Valur hefur verið duglegt við að senda lið sín til leiks í Evrópukeppnum undanfarin tímabil. Eitthvað sem ýtir undir hróður íslensk handbolta á alþjóðavísu en fylgir á sama tíma mikill kostnaður. „Það er búið að ganga rosalega vel undanfarin ár. Ekki bara innan vallar heldur einnig utan vallar,“ segir Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. „Þá meina ég það á þá leið að það er búið að ganga rosalega vel að fá mikið af sjálfboðaliðum til þess að vinna við að hjálpa deildinni. Það er rosaleg vinna sem fer af stað í kringum svona, svo við tökum sem dæmi þátttöku í Evrópukeppni. Burtséð frá almennri keppni í deild og bikar þá bætast þessar Evrópukeppnir ofan á. Við hjá handknattleiksdeild Vals höfum alltaf haft það markmið hjá val að fara alltaf alla leið, eins langt og við getum. Þá er ég að tala um að taka hátt á eins háu gæðastigi og mögulegt er, sem okkur er boðið að taka þátt í.“ Valur býr að þéttum hópi stuðningsmanna og sjálfboðaliðaVísir/Hulda Margrét Margra milljóna kostnaður við hverja umferð Komandi leikur Vals gegn Steua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarsins er tuttugast og annar Evrópuleikur karlaliðs félagsins á undanförnum tveimur tímabilum. „Svo hefur kvennalið okkar einnig verið að taka þátt í Evrópuleikjum og því hafa lið Vals tekið þátt í þrjátíu og tveimur Evrópuleikjum undanfarin tvö tímabil og við erum ekki búin. Meðalkostnaður við að taka þátt í einni umferð í Evrópukeppni er svona fjórar og hálf til fimm milljónir króna. Það sem að almenningur áttar sig kannski ekki alltaf á er að þegar að handboltalið frá Íslandi eru að taka þátt í þessum keppnum, þá eru það leikmenn sem standa kostnaðinn af þessu. Hjá okkur hér í Val, þar sem að margir halda að sé rosa mikið af peningum til, er þessi Evrópukeppni tekin út fyrir almennan rekstur deildarinnar. Auðvitað veitum við allan stuðning og sinnum þessu eins vel og við getum en leikmenn taka á sig skuldbindinguna. Sem þýðir að fyrir hverja umferð sem Valur kemst áfram í Evrópukeppni er hver og einn einasti leikmaður liðsins að skuldbinda sig við um tvöhundruð og fimmtíu þúsund til þrjúhundruð þúsund króna kostnað til þess að taka þátt í þessu.“ Frá leik Vals á yfirstandandi tímabiliVísir/Hulda Margrét Svo fer öll vinnan af stað í kringum þetta við að safna pening upp í þennan kostnað.“ Happdrættismiðar, sala á alls konar varning, fjáraflanir eins og þekkjast og hafa tíðkast hjá íslenskum íþróttafélögum í áranna rás. Þó kannski einna helst í yngri flokkum. „Það er því heljarinnar vinna í kringum þetta, bæði hjá leikmönnum og öllum þeim er standa að starfi deildarinnar. Fyrir utan handboltann sjálfan.“ Styrkir ná aðeins upp í brotabrot af kostnaði „Við fáum styrki frá borginni en þetta eru ekki háir styrkir. Þetta rétt nær upp í brota brot af þeim kostnaði sem við þurfum að standa straum af með þátttöku í Evrópukeppni. Auðvitað erum við líka að stíla inn á að fá sem flesta áhorfendur á leiki hjá okkur. Það hjálpar okkur, sem og sala á varningi og veitingum á leikjum. Þetta reynir fullt á. Er erfitt og okkur vantar meiri pening frá ríki og borg inn í íþróttahreyfinguna því þetta er ekki bara handbolti. Þetta er ekki bara Evrópukeppni. Við megum ekki gleyma því að íþróttir eru ein stærsta forvörnin sem við erum að sinna í dag. Það er svo margt sem fylgir þessu. Áhugi krakkana á að æfa íþróttir, áhugi annarra á að taka þátt í starfinu. Þetta er því bara miklu stærra en bara handbolti og einhver Evrópukeppni. Okkur vantar meiri pening inn í íþróttahreyfinguna. Ég held að við flest sem erum að vinna í íþróttahreyfingunni höfum oft tönglast á þessu. Við erum þakklát fyrir það sem við þó fáum. En erum svo alltaf að berjast fyrir því að fá meira. Þau sem ég er að biðla til að setja meiri pening í íþróttahreyfinguna eru líka að gera vel. Eru að berjast fyrir okkur. Það vilja það allir en við þurfum að finna leiðina að því að gera betur. Það eru margar hendur sem koma að því.“
Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira