Danirnir ánægðir með Guðmund: „Enginn að kvarta yfir þessu hér“ Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 10:01 Guðmundur Guðmundsson á að baki margra ára feril í handboltanum og er hvergi nærri hættu. Ástríðan mikla er enn til staðar. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson á að baki langan og farsælan feril í handboltanum. Fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Þrátt fyrir þennan langa feril er Guðmundur hvergi nærri því að fá nóg af öllu þessu handboltabrölti. Hann finnur fyrir gríðarlegri ástríðu fyrir sínu starfi. Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira