„Ekkert leyndarmál að við ætlum að reyna við þann stóra“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:00 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir í leik kvöldsins í Höllinni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík lagði Hauka með þrettán stiga mun 84-71 þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfari sigurliðsins var að vonum ánægður. „Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
„Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira