„Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. mars 2024 21:40 Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi 21-26. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan leikinn en HK sigldi fram úr undir lokin. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar ánægður með varnarleik liðsins. „Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. HK Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
„Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
HK Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira