Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 20:11 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. EPA/PAVEL BEDNYAKOV Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02