Ferðaóðir Íslendingar þyrpast í ferðalög innanlands sem utan Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 27. mars 2024 20:17 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við umferðareftirlit í Ártúnsbrekkunni síðdegis þegar Íslendingar streymdu út á land. Á Keflavíkurflugvöllur var spennan vegna páskafrísins áþreifanleg. Nú þegar páskarnir eru handan við hornið flykkjast Íslendingar í ferðalög. Á Keflavíkurflugvelli eru öll langtímastæði full þrátt fyrir að 300 hafi bæst við á síðustu dögum. Í Ártúnsbrekkunni síðdegis var stöðugur straumur bíla út á land. Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum. Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum.
Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira