546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 15:04 Frá Grindavík í vikunni þar sem jörðin gaf sig undan vinnuvél við jarðvegsprófun. Vísir/ArnarHalldórs Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur. Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur.
Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira