Baldur mælist með langmest fylgi Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 14:19 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor mælist með ríflega helmingsfylgi meðal þeirra sem taka þátt í könnuninni. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira