Einokunarmjólk? Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 27. mars 2024 14:32 Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun