Blóð, sviti, tár og andvökunætur Guðmundar Aron Guðmundsson skrifar 27. mars 2024 10:31 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku Mynd: Fredericia Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur verið að ná sögulegum árangri með lið Fredericia í efstu deild Danmerkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildarkeppninni og mun á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópukeppni. Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira
Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01