Blóð, sviti, tár og andvökunætur Guðmundar Aron Guðmundsson skrifar 27. mars 2024 10:31 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku Mynd: Fredericia Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur verið að ná sögulegum árangri með lið Fredericia í efstu deild Danmerkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildarkeppninni og mun á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópukeppni. Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01