Biðin að lengjast og skilyrðin þrengjast Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2024 21:07 Karen Kjartansdóttir fór út til Egyptalands ásamt Aski syni sínum á föstudag til að reyna að koma fjölskyldu ungs Palestínumanns yfir landamærin. Vísir/vilhelm Íslensk kona sem kom frá Egyptalandi í nótt segir að biðin eftir því að koma fólki yfir landamærin frá Gasa virðist vera að lengjast. Henni telst til að um 140 manns hafi hingað til komist yfir landamærin með hjálp Íslendinga og enn séu sjálfboðaliðar staddir úti. Karen Kjartansdóttir og fjölskylda hennar hafa síðustu misseri aðstoðað pilt frá Palestínu sem er hér á Íslandi en er ekki með samþykkta fjölskyldusameiningu. „En auðvitað í sömu þörf og aðrir að bjarga fjölskyldu sinni, hann er með móður, tvær systur og bróður á Gasa og þau hafa dvalið í Rafah undanfarið,“ segir Karen, sem kom frá Egyptalandi nú í nótt. Mo, ungi maðurinn sem Karen og fjölskylda hennar hafa tekið undir sinn verndarvæng, ræðir hér við móður sína, systur og bróður. Henni hafi borist til eyrna fyrir helgi að verið væri að þrengja skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að vera gjaldgengur á útgöngulista frá Gasa. Náinn ættingi þurfi nú að vera með í för til að fá fólk skráð. „Þannig að við ákváðum að stökkva til með þriggja klukkustunda fyrirvara ég og sonur minn af því að við vildum ná að hafa systur móður hans með okkur á skrifstofunni til að gæta þess að við fengjum þessa skráningu. Það hafðist á sunnudaginn.“ Vonir hafi staðið til að fjölskyldan sem þau aðstoða kæmist yfir landamærin eftir tvær vikur. En biðin er að lengjast, að sögn Karenar. Hún áréttar mikilvægi þess að hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa, eins og hópur Íslendinga hefur verið að gera síðustu vikur og mánuði. „Þá held ég að hafi tekist að koma hingað til um 140 manns, setja þau á útgöngulistann, með þessari aðferð og nú er verið að reyna að nýta alla þá peninga sem hafa safnast hingað til, til að aðstoða fólk sem best og hreinlega gera sem mest gagn í þessum málum,“ segir Karen. „Ég veit af [íslensku] fólki sem er nú í Egyptalandi og fékk fréttir í nótt að það væri verið að sprengja allt í kringum þær fjölskyldur sem það er að aðstoða,“ segir Karen Kjartansdóttir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Karen Kjartansdóttir og fjölskylda hennar hafa síðustu misseri aðstoðað pilt frá Palestínu sem er hér á Íslandi en er ekki með samþykkta fjölskyldusameiningu. „En auðvitað í sömu þörf og aðrir að bjarga fjölskyldu sinni, hann er með móður, tvær systur og bróður á Gasa og þau hafa dvalið í Rafah undanfarið,“ segir Karen, sem kom frá Egyptalandi nú í nótt. Mo, ungi maðurinn sem Karen og fjölskylda hennar hafa tekið undir sinn verndarvæng, ræðir hér við móður sína, systur og bróður. Henni hafi borist til eyrna fyrir helgi að verið væri að þrengja skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að vera gjaldgengur á útgöngulista frá Gasa. Náinn ættingi þurfi nú að vera með í för til að fá fólk skráð. „Þannig að við ákváðum að stökkva til með þriggja klukkustunda fyrirvara ég og sonur minn af því að við vildum ná að hafa systur móður hans með okkur á skrifstofunni til að gæta þess að við fengjum þessa skráningu. Það hafðist á sunnudaginn.“ Vonir hafi staðið til að fjölskyldan sem þau aðstoða kæmist yfir landamærin eftir tvær vikur. En biðin er að lengjast, að sögn Karenar. Hún áréttar mikilvægi þess að hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa, eins og hópur Íslendinga hefur verið að gera síðustu vikur og mánuði. „Þá held ég að hafi tekist að koma hingað til um 140 manns, setja þau á útgöngulistann, með þessari aðferð og nú er verið að reyna að nýta alla þá peninga sem hafa safnast hingað til, til að aðstoða fólk sem best og hreinlega gera sem mest gagn í þessum málum,“ segir Karen. „Ég veit af [íslensku] fólki sem er nú í Egyptalandi og fékk fréttir í nótt að það væri verið að sprengja allt í kringum þær fjölskyldur sem það er að aðstoða,“ segir Karen Kjartansdóttir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57