Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 4-0 | Valskonur örugglega í úrslit Hjörvar Ólafsson skrifar 25. mars 2024 20:05 Valur er ríkjandi Íslandsmeistari. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Það varð ljóst eftir að Valur vann sannfærandi 4-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum mótsins á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var fremur taktískur og lokaður í fyrri hálfleik og liðin að þreifa á hvort öðru. Það var svo Amanda Jacobsen Andradótti sem kom Valskonum á bragðið með góðu skoti utan vítateigs eftir rúmlega hálftíma leik. Hailey Whitaker tvöfaldaði svo forystu Valsliðsins skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með marki sínu eftir góðan undirbúning hjá Fanndísi Friðriksdóttur. Valskonur gerðu svo endanlega út um leikinn með tveimur mörkum með skömmu millibili þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Amanda bætti þá öðru marki sínu við í leiknum og svo var Helena Ósk Hálfdánardóttir, sem hafði nýverið komið inná sem varamaður, á skotskónum stuttu síðar. Pétur Pétursson var sáttur með frammistöðu Valsliðsins. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson: Gott flæði í sóknarleiknum „Við spiluðum vel í þessum leik og eftir svona frekar rólegan leik framan af kom betra flæði á sóknarleikinn hjá okkur eftir því sem líða tók á leikinn. Við létum boltann ganga vel og sköpuðum mörg góð færi og gerðum fjögur fín mörk,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sáttur að leik loknum. „Við erum bara á flottum stað miðað við árstíma og þessi leikur var bara mjög góður. Þeir leikmenn sem komu inn af varamannabekknum komu inn af krafti og það sýnir breiddina sem við höfum í leikmannahópnum,“ sagði Pétur enn fremur. Andri Freyr: Varnarleikurinn var ekki nógu vel útfærður „Við náðum ekki að spila þann varnarleik sem við lögðum upp með og því fór sem fór. Við náðum ekki að loka þeim svæðum sem við ætluðum að loka og klukka þær nógu vel. Af þeim sökum voru við of opnar og gáfum of mörg færi á okkur,“ sagði Andri Freyr, þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að byggja upp nýtt lið eftir að hafa misst marga lykilleikmenn frá síðasta sumri og það gengur bara vel. Liðið er á góðum stað þrátt fyrir þetta tap í þessum leik og við munum koma sterkar til leiks þegar Íslandsmótið hefst,“ sagði Andri Freyr þar að auki. Andri Freyr Hafsteinsson stýrði Stjörnuliðinu í kvöld í fjarveru Kristjáns Guðmundssonar. Vísir/Vilhelm Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar kvenna Valur Stjarnan
Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Það varð ljóst eftir að Valur vann sannfærandi 4-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum mótsins á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var fremur taktískur og lokaður í fyrri hálfleik og liðin að þreifa á hvort öðru. Það var svo Amanda Jacobsen Andradótti sem kom Valskonum á bragðið með góðu skoti utan vítateigs eftir rúmlega hálftíma leik. Hailey Whitaker tvöfaldaði svo forystu Valsliðsins skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með marki sínu eftir góðan undirbúning hjá Fanndísi Friðriksdóttur. Valskonur gerðu svo endanlega út um leikinn með tveimur mörkum með skömmu millibili þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Amanda bætti þá öðru marki sínu við í leiknum og svo var Helena Ósk Hálfdánardóttir, sem hafði nýverið komið inná sem varamaður, á skotskónum stuttu síðar. Pétur Pétursson var sáttur með frammistöðu Valsliðsins. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson: Gott flæði í sóknarleiknum „Við spiluðum vel í þessum leik og eftir svona frekar rólegan leik framan af kom betra flæði á sóknarleikinn hjá okkur eftir því sem líða tók á leikinn. Við létum boltann ganga vel og sköpuðum mörg góð færi og gerðum fjögur fín mörk,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sáttur að leik loknum. „Við erum bara á flottum stað miðað við árstíma og þessi leikur var bara mjög góður. Þeir leikmenn sem komu inn af varamannabekknum komu inn af krafti og það sýnir breiddina sem við höfum í leikmannahópnum,“ sagði Pétur enn fremur. Andri Freyr: Varnarleikurinn var ekki nógu vel útfærður „Við náðum ekki að spila þann varnarleik sem við lögðum upp með og því fór sem fór. Við náðum ekki að loka þeim svæðum sem við ætluðum að loka og klukka þær nógu vel. Af þeim sökum voru við of opnar og gáfum of mörg færi á okkur,“ sagði Andri Freyr, þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að byggja upp nýtt lið eftir að hafa misst marga lykilleikmenn frá síðasta sumri og það gengur bara vel. Liðið er á góðum stað þrátt fyrir þetta tap í þessum leik og við munum koma sterkar til leiks þegar Íslandsmótið hefst,“ sagði Andri Freyr þar að auki. Andri Freyr Hafsteinsson stýrði Stjörnuliðinu í kvöld í fjarveru Kristjáns Guðmundssonar. Vísir/Vilhelm
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti