Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2024 12:13 Önnur konan var ólétt þegar árásin átti sér stað. Getty Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur
Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira