Lið Halldórs látið spila eftir að áhorfandi lést og fjölskyldan horfði á Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 10:00 Halldór Jóhann Sigfússon er ýmsu vanur úr störfum sínum sem lögreglumaður, þó hann sé þekktari sem handboltaþjálfari. Getty/Slavko Midzor Halldór Jóhann Sigfússon, handboltaþjálfari Nordsjælland í Danmörku, varð vitni að endurlífgunartilraunum í íþróttahöll félagsins, þegar eldri stuðningsmaður lést skömmu fyrir leik við SAH í síðustu viku. Ákveðið var að leikurinn færi samt fram og fjölskylda mannsins horfði á leikinn. Halldór er sjálfsagt vanari því en flestir kollegar hans að takast á við grafalvarlegar aðstæður á borð við þessar, enda starfaði hann sem lögreglumaður á Íslandi. „Ég hef sjálfur margoft komið inn í alls konar svona aðstæður, verið að hjartahnoða með sjúkraflutningsmönnum, og því miður lent í því að fólk hefur dáið í höndunum á mér,“ segir Halldór. Maðurinn sem lést á þriðjudaginn var um áttrætt. Hann fékk hjartaáfall í anddyri Helsingør-hallarinnar, í síðasta heimaleik deildakeppninnar á þessu tímabili. Öðruvísi ef leikurinn hefði verið hafinn „Ég varð var við þetta strax en enginn af leikmönnum mínum eða hinu liðinu. Sjúkraþjálfarinn minn fór beint í að hnoða hann, um leið og hjartastuðtæki var sótt, og ég var svo sem ekkert að skipta mér af, því það var strax komið fagfólk þarna sem er vant og þjálfað í að veita fyrstu hjálp. Sjúkrabíllinn var svo kominn nánast strax,“ segir Halldór. Yfirmenn hans tóku þá ákvörðun að halda áætlun og láta leikinn fara fram. Í tilkynningu á heimasíðu Nordsjælland segir að vonast sé til þess að það hafi verið í anda þess sem lést. Fjölskylda mannsins var viðstödd leikinn. „Þetta gerist í anddyrinu og vissulega kominn nokkur fjöldi í höllina en það urðu ekki svo margir varir við þetta. Það hefði verið öðruvísi ef þetta hefði gerst á áhorfendapöllunum, eða ef leikurinn hefði verið í gangi. Það var samt auðvitað spurning hvort leikurinn ætti að fara fram. Framkvæmdastjórinn kom strax og talaði við mig og ég sagði honum bara að það væri þeirra að taka ákvörðun. En svo var sjúkrabíllinn kominn og í raun ekki vitað á þeim tímapunkti hvort að hann væri að fara að deyja eða ekki. Hann var svo úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu,“ segir Halldór. Fjölskyldan horfði á leikinn: „Fannst þetta mjög sérstakt“ „Maðurinn sem lést er faðir manns sem er í stuðningsmannaklúbbnum hjá okkur. Það sem vakti auðvitað furðu margra, en sýnir hve mismunandi er hvernig fólk tekst á við sorg, er að fjölskylda mannsins kom samt og horfði á leikinn. Þetta fólk hefur verið viðloðandi félagið í mörg ár, án þess að ég þekki það neitt. Auðvitað fannst mér þetta samt mjög sérstakt,“ segir Halldór. En hvernig var fyrir hann að einbeita sér að leiknum, sem tapaðist með einu marki og gerði að verkum að Nordsjælland getur enn fallið í lokaumferðinni í dag? „Þetta hafði í raun engin áhrif á mig. Ég hef sjálfur margoft komið inn í alls konar svona aðstæður, verið að hjartahnoða með sjúkraflutningsmönnum, og því miður lent í því að fólk hefur dáið í höndunum á mér. Auðvitað mótar það mann eitthvað og þetta hafði minni áhrif á mig. Við pössuðum okkur hins vegar á að ræða þetta ekki við leikmennina fyrr en eftir leik. Það eru menn í hópnum sem eru mjög hræddir við svona hluti, og eitthvað þessu líkt hefur gerst áður,“ segir Halldór. Gætu fallið ef allt færi á versta veg í dag Nordsjælland er í næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferð deildakeppninnar í dag, stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön, en aðeins neðsta liðið fellur beint niður um deild. Lemvig á leik við topplið Álaborgar en Nordsjælland þarf að glíma við lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia. Halldór, sem skilur við Nordsjælland í sumar og tekur við HK, er staðráðinn í að halda liðinu uppi í úrvalsdeild og þá því eru góðar líkur ef ekki fer illa í dag, því þá fer liðið í fimm liða fallumspil þar sem neðsta liðið spilar svo við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sjá þessa deild vera eins steikta og hún hefur verið í vetur, og Lemvig gerði jafntefli við Álaborg í fyrri leiknum í vetur. Í 99 af 100 leikjum þá vinnur Álaborg en það er aldrei að vita hvenær þessi eini leikur kemur. Við þurfum bara að hugsa um okkur,“ segir Halldór. Hann bendir á að Nordsjælland hafi gert fjögur jafntefli í síðustu fimm heimaleikjum og oft verið afar nálægt því að safna fleiri stigum. Liðið hafi þegar safnað fleiri stigum en í fyrra en botnbaráttan er jafnari núna. „Eins og gengur og gerist þegar maður er þarna niðri [í deildinni] þá höfum við verið að fá vafasöm atriði á móti okkur, á síðustu mínútunum í öllum þessum leikjum. Einn eftirlitsmaður hérna sagði að þetta væri búið að vera stöngin út hjá okkur, að við ættum að vera með 20 stig ef einhver af þessum vafasömu dómum hefði fallið með okkur. Við vorum sannarlega hlunnfarnir að einhverju leyti,“ segir Halldór. Halldór er þrautreyndur þjálfari og hér er hann á flugi eftir að hafa stýrt FH til bikarmeistaratitils árið 2019, þegar liðið vann titilinn í fyrsta sinn í 25 ár.VÍSIR/BÁRA Fylgist grannt með verðandi lærisveinum á Íslandi Hann fylgist einnig með Olís-deildinni hér heima, og sínum verðandi lærisveinum í HK: „Ég fylgist grannt með og hef fylgst með íslensku deildinni þessi tvö ár hérna úti. Þökk sé handboltapassanum hef ég í vetur séð nánast alla leiki. Ég tek við liðinu í sumar og það hefur ekki áhrif á mín störf hvort ég tek við liðinu í Grill 66- eða Olís-deildinni. Auðvitað geri ég mér samt grein fyrir því að það munu væntanlega margir leikmenn fara ef liðið fellur. Það er ekkert launungarmál að það er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum í Kórnum, sem mér er ætlað að stýra. Við erum hvergi bangnir, hvort sem liðið fer niður eða ekki. Við erum með fullt af efnilegum leikmönnum sem mig langar til að nota. Það hefur gengið ágætlega að semja við leikmenn. Ég var í sams konar stöðu þegar ég samþykkti að taka við Nordsjælland, sem hélt sér svo uppi. Ég lít á þetta tækifæri hjá HK mjög spennandi augum og sé gríðarleg tækifæri til næstu ára, hjá stærstu handboltadeild á Íslandi,“ segir Halldór. Danski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Halldór er sjálfsagt vanari því en flestir kollegar hans að takast á við grafalvarlegar aðstæður á borð við þessar, enda starfaði hann sem lögreglumaður á Íslandi. „Ég hef sjálfur margoft komið inn í alls konar svona aðstæður, verið að hjartahnoða með sjúkraflutningsmönnum, og því miður lent í því að fólk hefur dáið í höndunum á mér,“ segir Halldór. Maðurinn sem lést á þriðjudaginn var um áttrætt. Hann fékk hjartaáfall í anddyri Helsingør-hallarinnar, í síðasta heimaleik deildakeppninnar á þessu tímabili. Öðruvísi ef leikurinn hefði verið hafinn „Ég varð var við þetta strax en enginn af leikmönnum mínum eða hinu liðinu. Sjúkraþjálfarinn minn fór beint í að hnoða hann, um leið og hjartastuðtæki var sótt, og ég var svo sem ekkert að skipta mér af, því það var strax komið fagfólk þarna sem er vant og þjálfað í að veita fyrstu hjálp. Sjúkrabíllinn var svo kominn nánast strax,“ segir Halldór. Yfirmenn hans tóku þá ákvörðun að halda áætlun og láta leikinn fara fram. Í tilkynningu á heimasíðu Nordsjælland segir að vonast sé til þess að það hafi verið í anda þess sem lést. Fjölskylda mannsins var viðstödd leikinn. „Þetta gerist í anddyrinu og vissulega kominn nokkur fjöldi í höllina en það urðu ekki svo margir varir við þetta. Það hefði verið öðruvísi ef þetta hefði gerst á áhorfendapöllunum, eða ef leikurinn hefði verið í gangi. Það var samt auðvitað spurning hvort leikurinn ætti að fara fram. Framkvæmdastjórinn kom strax og talaði við mig og ég sagði honum bara að það væri þeirra að taka ákvörðun. En svo var sjúkrabíllinn kominn og í raun ekki vitað á þeim tímapunkti hvort að hann væri að fara að deyja eða ekki. Hann var svo úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu,“ segir Halldór. Fjölskyldan horfði á leikinn: „Fannst þetta mjög sérstakt“ „Maðurinn sem lést er faðir manns sem er í stuðningsmannaklúbbnum hjá okkur. Það sem vakti auðvitað furðu margra, en sýnir hve mismunandi er hvernig fólk tekst á við sorg, er að fjölskylda mannsins kom samt og horfði á leikinn. Þetta fólk hefur verið viðloðandi félagið í mörg ár, án þess að ég þekki það neitt. Auðvitað fannst mér þetta samt mjög sérstakt,“ segir Halldór. En hvernig var fyrir hann að einbeita sér að leiknum, sem tapaðist með einu marki og gerði að verkum að Nordsjælland getur enn fallið í lokaumferðinni í dag? „Þetta hafði í raun engin áhrif á mig. Ég hef sjálfur margoft komið inn í alls konar svona aðstæður, verið að hjartahnoða með sjúkraflutningsmönnum, og því miður lent í því að fólk hefur dáið í höndunum á mér. Auðvitað mótar það mann eitthvað og þetta hafði minni áhrif á mig. Við pössuðum okkur hins vegar á að ræða þetta ekki við leikmennina fyrr en eftir leik. Það eru menn í hópnum sem eru mjög hræddir við svona hluti, og eitthvað þessu líkt hefur gerst áður,“ segir Halldór. Gætu fallið ef allt færi á versta veg í dag Nordsjælland er í næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferð deildakeppninnar í dag, stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön, en aðeins neðsta liðið fellur beint niður um deild. Lemvig á leik við topplið Álaborgar en Nordsjælland þarf að glíma við lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia. Halldór, sem skilur við Nordsjælland í sumar og tekur við HK, er staðráðinn í að halda liðinu uppi í úrvalsdeild og þá því eru góðar líkur ef ekki fer illa í dag, því þá fer liðið í fimm liða fallumspil þar sem neðsta liðið spilar svo við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sjá þessa deild vera eins steikta og hún hefur verið í vetur, og Lemvig gerði jafntefli við Álaborg í fyrri leiknum í vetur. Í 99 af 100 leikjum þá vinnur Álaborg en það er aldrei að vita hvenær þessi eini leikur kemur. Við þurfum bara að hugsa um okkur,“ segir Halldór. Hann bendir á að Nordsjælland hafi gert fjögur jafntefli í síðustu fimm heimaleikjum og oft verið afar nálægt því að safna fleiri stigum. Liðið hafi þegar safnað fleiri stigum en í fyrra en botnbaráttan er jafnari núna. „Eins og gengur og gerist þegar maður er þarna niðri [í deildinni] þá höfum við verið að fá vafasöm atriði á móti okkur, á síðustu mínútunum í öllum þessum leikjum. Einn eftirlitsmaður hérna sagði að þetta væri búið að vera stöngin út hjá okkur, að við ættum að vera með 20 stig ef einhver af þessum vafasömu dómum hefði fallið með okkur. Við vorum sannarlega hlunnfarnir að einhverju leyti,“ segir Halldór. Halldór er þrautreyndur þjálfari og hér er hann á flugi eftir að hafa stýrt FH til bikarmeistaratitils árið 2019, þegar liðið vann titilinn í fyrsta sinn í 25 ár.VÍSIR/BÁRA Fylgist grannt með verðandi lærisveinum á Íslandi Hann fylgist einnig með Olís-deildinni hér heima, og sínum verðandi lærisveinum í HK: „Ég fylgist grannt með og hef fylgst með íslensku deildinni þessi tvö ár hérna úti. Þökk sé handboltapassanum hef ég í vetur séð nánast alla leiki. Ég tek við liðinu í sumar og það hefur ekki áhrif á mín störf hvort ég tek við liðinu í Grill 66- eða Olís-deildinni. Auðvitað geri ég mér samt grein fyrir því að það munu væntanlega margir leikmenn fara ef liðið fellur. Það er ekkert launungarmál að það er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum í Kórnum, sem mér er ætlað að stýra. Við erum hvergi bangnir, hvort sem liðið fer niður eða ekki. Við erum með fullt af efnilegum leikmönnum sem mig langar til að nota. Það hefur gengið ágætlega að semja við leikmenn. Ég var í sams konar stöðu þegar ég samþykkti að taka við Nordsjælland, sem hélt sér svo uppi. Ég lít á þetta tækifæri hjá HK mjög spennandi augum og sé gríðarleg tækifæri til næstu ára, hjá stærstu handboltadeild á Íslandi,“ segir Halldór.
Danski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik