Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2024 12:48 Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Hún segir að Jón Gunnar Jónsson og félagar hjá Bankasýslunni hafa verið upplýsta um áformin um kaup á TM. Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira