Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:58 Enn eykst flækjustigið við að ganga á topp Everest. Getty/Frank Bienewald Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir. Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir.
Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira