Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 14:12 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna umfangsmikilla átaka í Súdan á undanförnum mánuðum. AP/Gregorio Borgia Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Sjá meira
Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Sjá meira