Fjárfestar líta í síauknum mæli til mikilvægis kynjajafnréttis Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Freyja Vilborg Þórarinsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri GemmaQ sem rataði fyrst á íslenskan markað á Keldunni á haustdögum 2019. Erna Rós Kristinsdóttir „Þessi aukna vitundarvakning um mikilvægi kynjajafnréttis og aukin eftirspurn eftir samfélagslegum fjármálaafurðum – ábyrgum lausnum og upplýsingum um ófjárhagslega þætti – felur í sér mikil tækifæri fyrir Ísland.“ Þetta segir Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri GemmaQ kynjakvarðans, en félagið gerir notendum kvarðans kleift að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Félagið opnaði nýverið nýja síðu, GemmaQ Finance, þar sem notendur geta lagt mat á fjárfestingar út frá lykil fjárhags- og markaðsupplýsingum, með kynjajafnrétti að leiðarljósi. Eigum að markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu Freyja segir engan vettvang sambærilegan og GemmaQ og að tækifærin á Bandaríkjamarkaði séu mikil. Sömuleiðis eru tækifærin mikil fyrir Ísland. „Við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri og markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu, þó að alltaf megi gera betur, fjármagna ríkissjóð og fyrirtæki okkar á grundvelli jafnréttis með útgáfu á sérstökum jafnréttisskuldabréfum, jafnvel á betri kjörum en á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það eru ekki aðeins alþjóðastofnanir eða sveitarfélög erlendis sem byrjuð eru að fjármagna sig á þennan nýstárlega hátt, heldur jafnframt stórfyrirtæki og fjármálafyrirtæki,“ segir Freyja. Hefur vaxið hratt GemmaQ kynjakvarðinn var fyrst opinberaður fyrir íslenskan markað á Keldunni haustið 2019, en einnig eru rauntímaupplýsingar og vísitala GemmaQ aðgengileg í gegnum AWS Data Exchange og CSRHub, sem er meðal annars sýnilegt í Bloomberg Terminal. GemmaQ hefur opnað skrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir af bandarísku tæknirisunum eru með sinn heimavöll. Freyja segir þetta vera markað sem hafi vaxið hratt síðastliðin fimm ár og að tæknilausnir GemmaQ hafi verið aðlagaðar að þörfum markaðarins. Hún segir að með nýjustu uppfærslunni sé notendum gert mögulegt að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Styttan af stúlkunni sem var stillt upp gegn styttunni af nautinu á Wall Street árið 2017.Getty Á þeim tíma er bronsstyttan var afhjúpuð Freyja starfaði hjá Merrill Lynch, eignastýringararmi Bank of America, þegar jafnréttistengdir vísitölusjóðir fóru fyrst að gera vart við sig árið 2017. „Þetta var á þeim tíma þegar bronsstyttan af óttalausu stúlkunni birtist, hnarreist með hendur á mjöðmum andspænis hinum þekkta nautskúlptúr á Wall Street, fjármálahverfi New York. Hjá Merrill Lynch fékk ég tækifæri til að fylgjast náið með þróuninni á markaðnum og jukust eignir í stýringu jafnréttistengdra sjóða á örfáum árum um 1900 prósent – frá 1 milljarði Bandaríkjadala í 20 milljarða. Á þeim tíma voru stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði byrjaðir að gera ríkari kröfur til jafnréttismála meðal fyrirtækja í eignasafni sínu, og mikilvægi þess að hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnunarstöðum - ekki aðeins út frá samfélagslegu mikilvægi til að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi enda fjölmargar rannsóknir sem hafa sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi. Það sem vantaði hins vegar á markaðinn var tól sem tengdi þessa þætti saman, og hjálpaði stofnana- og einstaklingsfjárfestum að fjárfesta með ábyrgum hætti – með jafnrétti að leiðarljósi – og þess vegna varð GemmaQ til,“ segir Freyja. Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Þetta segir Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri GemmaQ kynjakvarðans, en félagið gerir notendum kvarðans kleift að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Félagið opnaði nýverið nýja síðu, GemmaQ Finance, þar sem notendur geta lagt mat á fjárfestingar út frá lykil fjárhags- og markaðsupplýsingum, með kynjajafnrétti að leiðarljósi. Eigum að markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu Freyja segir engan vettvang sambærilegan og GemmaQ og að tækifærin á Bandaríkjamarkaði séu mikil. Sömuleiðis eru tækifærin mikil fyrir Ísland. „Við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri og markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu, þó að alltaf megi gera betur, fjármagna ríkissjóð og fyrirtæki okkar á grundvelli jafnréttis með útgáfu á sérstökum jafnréttisskuldabréfum, jafnvel á betri kjörum en á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það eru ekki aðeins alþjóðastofnanir eða sveitarfélög erlendis sem byrjuð eru að fjármagna sig á þennan nýstárlega hátt, heldur jafnframt stórfyrirtæki og fjármálafyrirtæki,“ segir Freyja. Hefur vaxið hratt GemmaQ kynjakvarðinn var fyrst opinberaður fyrir íslenskan markað á Keldunni haustið 2019, en einnig eru rauntímaupplýsingar og vísitala GemmaQ aðgengileg í gegnum AWS Data Exchange og CSRHub, sem er meðal annars sýnilegt í Bloomberg Terminal. GemmaQ hefur opnað skrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir af bandarísku tæknirisunum eru með sinn heimavöll. Freyja segir þetta vera markað sem hafi vaxið hratt síðastliðin fimm ár og að tæknilausnir GemmaQ hafi verið aðlagaðar að þörfum markaðarins. Hún segir að með nýjustu uppfærslunni sé notendum gert mögulegt að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Styttan af stúlkunni sem var stillt upp gegn styttunni af nautinu á Wall Street árið 2017.Getty Á þeim tíma er bronsstyttan var afhjúpuð Freyja starfaði hjá Merrill Lynch, eignastýringararmi Bank of America, þegar jafnréttistengdir vísitölusjóðir fóru fyrst að gera vart við sig árið 2017. „Þetta var á þeim tíma þegar bronsstyttan af óttalausu stúlkunni birtist, hnarreist með hendur á mjöðmum andspænis hinum þekkta nautskúlptúr á Wall Street, fjármálahverfi New York. Hjá Merrill Lynch fékk ég tækifæri til að fylgjast náið með þróuninni á markaðnum og jukust eignir í stýringu jafnréttistengdra sjóða á örfáum árum um 1900 prósent – frá 1 milljarði Bandaríkjadala í 20 milljarða. Á þeim tíma voru stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði byrjaðir að gera ríkari kröfur til jafnréttismála meðal fyrirtækja í eignasafni sínu, og mikilvægi þess að hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnunarstöðum - ekki aðeins út frá samfélagslegu mikilvægi til að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi enda fjölmargar rannsóknir sem hafa sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi. Það sem vantaði hins vegar á markaðinn var tól sem tengdi þessa þætti saman, og hjálpaði stofnana- og einstaklingsfjárfestum að fjárfesta með ábyrgum hætti – með jafnrétti að leiðarljósi – og þess vegna varð GemmaQ til,“ segir Freyja.
Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira