Nýir vinnuveitendur Donna stoltir: „Sýnir hve langt félagið hefur náð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 14:31 Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á EM í janúar en hefur síðan verið frá keppni vegna meiðsla. Getty/Marco Steinbrenner Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, flytur frá Frakklandi til Árósa í sumar því hann hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SAH. Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján. Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján.
Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira