„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 14:02 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson vilja gera framboðið að sameiginlegu verkefni. Aðsend „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira