Martin öflugur í naumu tapi gegn Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 21:01 Martin var frábær í kvöld. Alba Berlín Alba Berlín tapaði með sjö stiga mun fyrir Real Madríd í Evrópudeild karla í körfubolta, EuroLeague. Martin Hermannsson átti virkilega flottan leik í liði Berlínar en það dugði ekki til. Martin missti af leik Alba Berlínar í Evrópudeildinni nýverið þar sem hann var á fæðingardeildinni. Eignaðist Anna María Bjarnadóttir þeirra annað barn nýverið en fyrri áttu þau soninn Manúel. Íslenski landsliðsmaðurinn var hins vegar mættur til leiks í kvöld og byrjaði heimaliðið frábærlega. Berlínarmenn leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Eftir það tók stórlið Real Madríd hins vegar við keflinu og minnkaði muninn niður í fjögur stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var æsispennandi og staðan jöfn 77-77 þegar rétt tæplega tvær mínútur voru til leiksloka. Real reyndist hins vegar sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann sjö stiga sigur, lokatölur 79-86. Martin skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók eitt frákast. Enginn í liði Alba Berlínar gaf fleiri stoðsendingar. Eina af stoðsendingunum má sjá hér að neðan. Mario Hezonja bar af hjá Real Madríd með 22 stig ásamt því að taka átta fráköst. Khalifa Koumadje smashes the rim! @albaberlin #FlightTime I @TurkishAirlines pic.twitter.com/bJwfXQh6yf— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 19, 2024 Real Madríd er á toppi Evrópudeildarinnar með 23 sigra í 29 leikjum. Alba Berlín er á botni deildarinnar, í 18. sæti, með 5 sigra í 29 leikjum. Körfubolti Evrópudeildin í körfubolta karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Martin missti af leik Alba Berlínar í Evrópudeildinni nýverið þar sem hann var á fæðingardeildinni. Eignaðist Anna María Bjarnadóttir þeirra annað barn nýverið en fyrri áttu þau soninn Manúel. Íslenski landsliðsmaðurinn var hins vegar mættur til leiks í kvöld og byrjaði heimaliðið frábærlega. Berlínarmenn leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Eftir það tók stórlið Real Madríd hins vegar við keflinu og minnkaði muninn niður í fjögur stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var æsispennandi og staðan jöfn 77-77 þegar rétt tæplega tvær mínútur voru til leiksloka. Real reyndist hins vegar sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann sjö stiga sigur, lokatölur 79-86. Martin skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók eitt frákast. Enginn í liði Alba Berlínar gaf fleiri stoðsendingar. Eina af stoðsendingunum má sjá hér að neðan. Mario Hezonja bar af hjá Real Madríd með 22 stig ásamt því að taka átta fráköst. Khalifa Koumadje smashes the rim! @albaberlin #FlightTime I @TurkishAirlines pic.twitter.com/bJwfXQh6yf— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 19, 2024 Real Madríd er á toppi Evrópudeildarinnar með 23 sigra í 29 leikjum. Alba Berlín er á botni deildarinnar, í 18. sæti, með 5 sigra í 29 leikjum.
Körfubolti Evrópudeildin í körfubolta karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira