Íslenska: lykill eða lás? Pawel Bartoszek skrifar 20. mars 2024 08:00 Hver ætli sé hin raunverulega ástæða þess að nokkrir þingmenn leggi til að að gerð verði krafa um íslenskukunnáttu hjá leigubílstjórum? Hvort ætli það sé a) umhyggja fyrir gæðum þjónustunnar eða b) tilraun til að hindra útlendinga frá því að öðlast réttindin? Já, hvort ætli? Ef þetta snerist um gæði þjónustunnar væri þá ekki eðlilegt að gerð yrði krafa um enskukunnáttu? Mjög stór hluti notenda leigubíla eru, jú, erlendir ferðamenn. Mjög margir frá enskumælandi löndum. En slík krafa er auðvitað ekki sett fram. Verkefni sem markaðurinn leysir Hver og einn kúnni getur auðvitað gert kröfu um hitt og þetta. Kúnninn gæti verið að panta bíl fyrir barn eða einhvern illa áttaðan sem kann ekki mörg tungumál. Kúnninn gæti sjálfur verið málglöð og félagslynd týpa, sem langaði sérstaklega að spjalla á hinu ylhýra um umferðarmál, fasteignaviðskipti og vinnumarkaðsmál á leið upp á flugvöll. Þetta er allt gott og blessað. En úr því að sumir þeirra sem vilja leggja viðbótarkvaðir á leigubílstjóra þykjast vera hægrimenn þá verður að benda á eftirfarandi: Fáa hluti ætti hinn frjálsi markaður að geta leyst betur en kröfuna um tungumálakunnáttu bílstjóra. Sum leigubílaforritanna sem hafa verið að ryðja sér til rúms um allan heim hafa raunar sjálf verið að bjóða upp á slíkt. Ef fólk vill borga fyrir stærri og rúmbetri bíl þá getur það alveg eins borgað fyrir að einhver tali tiltekið tungumál. Þótt fæstir myndir líklega forgangsraða því mjög hátt. Smáforritin hafa bætt þjónustuna Fyrsti leigubíllinn sem ég tékkaði á á aðaljárnbrautarstöðinni í Varsjá seinasta sumar var af gamla skólanum. Bílstjórinn talaði pólsku, tók ekki kort, slumpaði á verð sem var þrefalt yfir markaðsverði og gerði sig líklegan til að „láta mig heyra það“ um hinn og þessi samfélagsmálin. Ég hélt áfram að leita. Ég endaði á að panta bíl og greiða fyrir í gegnum smáforrit. Bílstjórinn var með appið uppsett með georgísku letri, sagði ekkert en kom okkur beinustu leið á áfangastað, án málalenginga. Þarna þurfti ekki meira. Flestir viðskiptavinir leigubíla þurfa ekki meira heldur. Próf ekki sama og próf Það hve yfirborðskennd umræða stuðningsmanna krafna um „íslenskukunnáttu“ hefur verið sést best af því að þeir hafa ekki sett fram neinar nákvæmar hugmyndir um hvað þessi íslenskukunnátta ætti að miðast við. Íslenskupróf geta verið allt frá því að prófa hvort fólk kunni að segja til nafns eða verið þannig að meirihluti Íslendinga myndi falla á því. Ætti að miða við kröfurnar sem gerðar eru til væntanlegra ríkisborgara? Lokapróf grunnskóla? Stúdentspróf? Að geta beygt erfiðasta orðasambandið í Orðbragði og stafað það rétt? Um þetta hafa stuðningsmenn aukinna tungumálkvaða lítið tjáð sig enda er takmark þeirra væntanlega ekki raunverulega að fjölga leigubílstjórum sem mælskir eru á íslensku, heldur að útiloka útlendinga frá því að starfa í stéttinni. Þurfum stöðluð, tíð og fjölbreytt íslenskupróf En það er ekki þar með sagt að íslenskupróf sem slík séu alltaf vond hugmynd. Við eigum að hlúa að okkar tungu, hvetja fólk til að læra hana og umbuna þeim sem það gera. Það er til alþjóðlegur rammi sem mælir getu í tungumálum og nánast öll Evrópuríki hafa sett próf sem falla að honum. En ekki við. Bara til að setja hlutina í samhengi: Furstadæmið Lúxemborg prófar kunnáttu í lúxembúrgísku á fjórum ólíkum erfiðleikastigum og hægt er að taka prófin 4 sinnum á ári. Við hljótum að geta gert jafnvel og þau. Samræmd, stöðluð próf í íslensku, á ólíkum erfiðleikastigum, sem hægt væri að taka nokkrum sinnum á ári yrðu gegnsæ og markviss leið til að hvetja fólk til íslenskunáms. Vinnuveitendur gætu sett viðmið í tengslum við auglýst störf og hvatt starfsfólk sitt til að standast þau. Að sama skapi er alls ekki fráleitt að setja einhver samræmd viðmið um tungumálakunnáttu í störfum þar sem það er sannarlega málefnalegt að krefjast þess. Sér í lagi í opinberum störfum þar sem fólk hefur ekki val um hver þjónar því. Að lokum Ég hvet þingmenn til að leggja fram þingályktunartillögu um að komið verði á stöðluðum, tíðum prófum í íslensku á ólíkum erfiðleikastigum. Í slíkum prófum gætu falist áskoranir (að þau yrðu notuð til að draga fólk í dilka og mismuna því) en tækifærin sem í þeim felast eru meiri en hætturnar. Að sama skapi hvet ég þingmenn til að falla frá hugmyndum um handahófskenndar kröfur um íslenskukunnáttu einstaka stétta. Hugmyndum, þar sem íslenskan er ekki hugsuð sem lykill að samfélaginu, heldur sem lás til að halda sumu fólki frá. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Leigubílar Íslensk tunga Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hver ætli sé hin raunverulega ástæða þess að nokkrir þingmenn leggi til að að gerð verði krafa um íslenskukunnáttu hjá leigubílstjórum? Hvort ætli það sé a) umhyggja fyrir gæðum þjónustunnar eða b) tilraun til að hindra útlendinga frá því að öðlast réttindin? Já, hvort ætli? Ef þetta snerist um gæði þjónustunnar væri þá ekki eðlilegt að gerð yrði krafa um enskukunnáttu? Mjög stór hluti notenda leigubíla eru, jú, erlendir ferðamenn. Mjög margir frá enskumælandi löndum. En slík krafa er auðvitað ekki sett fram. Verkefni sem markaðurinn leysir Hver og einn kúnni getur auðvitað gert kröfu um hitt og þetta. Kúnninn gæti verið að panta bíl fyrir barn eða einhvern illa áttaðan sem kann ekki mörg tungumál. Kúnninn gæti sjálfur verið málglöð og félagslynd týpa, sem langaði sérstaklega að spjalla á hinu ylhýra um umferðarmál, fasteignaviðskipti og vinnumarkaðsmál á leið upp á flugvöll. Þetta er allt gott og blessað. En úr því að sumir þeirra sem vilja leggja viðbótarkvaðir á leigubílstjóra þykjast vera hægrimenn þá verður að benda á eftirfarandi: Fáa hluti ætti hinn frjálsi markaður að geta leyst betur en kröfuna um tungumálakunnáttu bílstjóra. Sum leigubílaforritanna sem hafa verið að ryðja sér til rúms um allan heim hafa raunar sjálf verið að bjóða upp á slíkt. Ef fólk vill borga fyrir stærri og rúmbetri bíl þá getur það alveg eins borgað fyrir að einhver tali tiltekið tungumál. Þótt fæstir myndir líklega forgangsraða því mjög hátt. Smáforritin hafa bætt þjónustuna Fyrsti leigubíllinn sem ég tékkaði á á aðaljárnbrautarstöðinni í Varsjá seinasta sumar var af gamla skólanum. Bílstjórinn talaði pólsku, tók ekki kort, slumpaði á verð sem var þrefalt yfir markaðsverði og gerði sig líklegan til að „láta mig heyra það“ um hinn og þessi samfélagsmálin. Ég hélt áfram að leita. Ég endaði á að panta bíl og greiða fyrir í gegnum smáforrit. Bílstjórinn var með appið uppsett með georgísku letri, sagði ekkert en kom okkur beinustu leið á áfangastað, án málalenginga. Þarna þurfti ekki meira. Flestir viðskiptavinir leigubíla þurfa ekki meira heldur. Próf ekki sama og próf Það hve yfirborðskennd umræða stuðningsmanna krafna um „íslenskukunnáttu“ hefur verið sést best af því að þeir hafa ekki sett fram neinar nákvæmar hugmyndir um hvað þessi íslenskukunnátta ætti að miðast við. Íslenskupróf geta verið allt frá því að prófa hvort fólk kunni að segja til nafns eða verið þannig að meirihluti Íslendinga myndi falla á því. Ætti að miða við kröfurnar sem gerðar eru til væntanlegra ríkisborgara? Lokapróf grunnskóla? Stúdentspróf? Að geta beygt erfiðasta orðasambandið í Orðbragði og stafað það rétt? Um þetta hafa stuðningsmenn aukinna tungumálkvaða lítið tjáð sig enda er takmark þeirra væntanlega ekki raunverulega að fjölga leigubílstjórum sem mælskir eru á íslensku, heldur að útiloka útlendinga frá því að starfa í stéttinni. Þurfum stöðluð, tíð og fjölbreytt íslenskupróf En það er ekki þar með sagt að íslenskupróf sem slík séu alltaf vond hugmynd. Við eigum að hlúa að okkar tungu, hvetja fólk til að læra hana og umbuna þeim sem það gera. Það er til alþjóðlegur rammi sem mælir getu í tungumálum og nánast öll Evrópuríki hafa sett próf sem falla að honum. En ekki við. Bara til að setja hlutina í samhengi: Furstadæmið Lúxemborg prófar kunnáttu í lúxembúrgísku á fjórum ólíkum erfiðleikastigum og hægt er að taka prófin 4 sinnum á ári. Við hljótum að geta gert jafnvel og þau. Samræmd, stöðluð próf í íslensku, á ólíkum erfiðleikastigum, sem hægt væri að taka nokkrum sinnum á ári yrðu gegnsæ og markviss leið til að hvetja fólk til íslenskunáms. Vinnuveitendur gætu sett viðmið í tengslum við auglýst störf og hvatt starfsfólk sitt til að standast þau. Að sama skapi er alls ekki fráleitt að setja einhver samræmd viðmið um tungumálakunnáttu í störfum þar sem það er sannarlega málefnalegt að krefjast þess. Sér í lagi í opinberum störfum þar sem fólk hefur ekki val um hver þjónar því. Að lokum Ég hvet þingmenn til að leggja fram þingályktunartillögu um að komið verði á stöðluðum, tíðum prófum í íslensku á ólíkum erfiðleikastigum. Í slíkum prófum gætu falist áskoranir (að þau yrðu notuð til að draga fólk í dilka og mismuna því) en tækifærin sem í þeim felast eru meiri en hætturnar. Að sama skapi hvet ég þingmenn til að falla frá hugmyndum um handahófskenndar kröfur um íslenskukunnáttu einstaka stétta. Hugmyndum, þar sem íslenskan er ekki hugsuð sem lykill að samfélaginu, heldur sem lás til að halda sumu fólki frá. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun