Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:09 Steinunn Björnsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira