Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 19. mars 2024 07:31 Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun